- Íþróttagreinar
- Aðalstjórn
- Hafa samband
- Getraunir
- Skráning
- Sagan
Félagsaðstaða Völsungs er í vallarhúsinu við knattspyrnuvellina á Húsavík. Í aðstöðunni er rúmgóður veislusalur sem tekur 40-50 manns í sæti. Í salnum eru 9 borð(160cmX80cm) ásamt 50 stólum. Í salnum er rúmgótt eldhús með einum ísskáp, einum kæliskáp, eldavél, bakarofn og iðnaðar uppþvottavél.
Salurinn er leigður í því ástandi sem hann er í og með því sem honum fylgir.
Leigutaki ábyrgist að umgengni sé til fyrirmyndar og greiðir fyrir skemmdir á bæði húsi og innanstokksmunum.
Hægt er að fá leigðan aðstoðarmann með salnum. Hver aðstoðarmaður kostar 4.000 kr. á klst. Sé óskað eftir aðstoðarmanni skal það tekið fram þegar salurinn er pantaður.
Leiga á veislusal í vallarhúsinu fer fram í gegnum netfangið volsungur@volsungur.is
Gjaldskrá fyrir sal í vallarhúsi 2024:
Fullt verð: | |||
lengd | virkum degi | um helgi | |
Barnaafmæli | 3 klst | 10.000 | 14.000 |
fundur m/aðgang að kaffi | 3 klst | 12.000 | 16.000 |
Afmæli og veislur - aðgangur að eldhúsi | 20.000 | 30.000 |
Greiðandi félagsmenn: | |||
lengd | virkum degi | um helgi | |
Barnaafmæli | 3 klst | 5.000 | 7.000 |
fundur m/aðgang að kaffi | 3 klst | 6.000 | 8.000 |
Afmæli og veislur - aðgangur að eldhúsi | 10.000 | 15.000 |