Jafnréttisáætlun Völsungs

Jafnréttisáætlun Völsungs byggir á lögum nr. 10/2008 um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla. Jafnréttisáætlunin er jafnframt byggð á vinnu Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands og Jafnréttisstofu um gerð jafnréttisáætlana fyrir íþróttafélög og leiðbeiningar þess efnis.

IÐKENDUR

Markmið

Aðgerð

Ábyrgð

Tímarammi

Bæði kyn, í sömu íþróttagrein og á sama aldri, fái jafn marga og sambærilega æfingatíma.

 

Kynin hafi sambærilega aðstöðu/aðbúnað.

Úttekt á æfingatíma kynja í sömu íþróttagrein og á sama aldri.

 

Úttekt á aðbúnaði og aðstöðu kynja í sömu grein og á sama aldri.

 

Leiðrétta kynbundinn mun ef er.

Stjórn eða framkvæmdastjóri.

 

 

 

 

Árlega

Samræmi í fjárveitingum til íþróttagreina eftir kynjum.

 

Kynjunum er ekki mismunað í fréttum eða í öðru efni sem félagið sendir frá sér.

Úttekt á því hvernig fjármagni er skipt milli íþróttagreina eftir kynjum.

 

Úttekt á fréttum og öðru efni sem félagið sendir frá sér m.t.t. kyns.

 

Leiðrétta kynbundinn mun ef er.

Stjórn eða framkvæmdastjóri.

 

 

 

 

Árlega

Verðlaun beggja kynja innan allra flokka og greina eru sambærileg.

 

Samstarfsaðilar þekki stefnu félagsins í jafnréttismálum.

Úttekt á verðlaunum eftir kyni

 

Leiðrétta kynbundinn mun ef er.

 

Jafnréttisstefna félagsins kynnt fyrir samstarfsaðilum.

Stjórn eða framkvæmdastjóri.

 

 

Árlega

Vinna gegn staðalmyndum kynjanna.

Úttekt á fjölda iðkenda innan hverrar íþróttagreinar eftir kyni.

 

Gæta þess að bæði kynin eigi jafna möguleika til iðkunar íþróttagreinar/-greina.

Stjórn eða framkvæmdastjóri.

Árlega

Koma í veg fyrir kynbundið ofbeldi, kynbundna áreitni og kynferðislega áreitni innan félagsins.

 

 

 

Fræðsla fyrir þjálfara.

 

Vinna forvarnar- og viðbragðsáætlun.

 

Forvarnar og viðbragðsáætlunin kynnt fyrir starfsfólki.

Stjórn félagsins.

Árlega

 

 

 

ÞJÁLFARAR

Markmið

Aðgerð

Ábyrgð

Tímarammi

Þjálfarar eru vel menntaðir og vel að sér um jafnrétti kynjanna.

 

Þjálfarar njóta sömu launa og kjara fyrir sömu eða sambærileg störf og hafa sömu tækifæri til að afla sér þekkingar.

Fræðsla um jafnrétti kynjanna fyrir þjálfara, stjórn og starfsfólk félagsins.

 

 

Úttekt á menntun, launum og launakjörum þjálfara m.t.t. kyns.

 

Leiðrétta kynbundinn mun ef er.

Stjórn eða framkvæmdastjóri.

 

 

 

 

Árlega

 

 

NEFNDIR OG RÁÐ

Markmið

Aðgerð

Ábyrgð

Tímarammi

Hlutfall kynjanna í nefndum, ráðum og stjórnum félagsins er sem jafnast og endurspeglar hlutfall iðkenda í viðkomandi íþróttagrein

 

Bæði kynin koma fram fyrir hönd félagsins.

Úttekt á nefndum, ráðum og stjórnum félagsins m.t.t. kyns.

 

 

 

Úttekt á hverjir koma fram fyrir hönd félagsins m.t.t. kyns.

 

Leiðrétta kynbundinn mun ef er.

Stjórn félagsins.

 

 

 

 

Stjórn félagsins.

Árlega

 

 

 

 

EFTIRFYLGNI/ENDURSKOÐUN

Jafnréttisáætlunin á að vera virk í öllu starfi félagsins, hún á að vera lifandi plagg sem tekur breytingum þegar þurfa þykir. Árlega fer stjórn félagsins yfir jafnréttisáætlunina og metur árangur verkefna. Hvað gerum við vel? Hvað getum við gert betur?

 

Markmið

Aðgerð

Ábyrgð

Tímarammi

Jafnréttisáætlunin sé virk í öllu starfi félagsins.

 

Jafnréttisáætlunin er í sífelldri þróun.

 

Jafnréttisáætlunin er endurskoðuð á fjögurra ára fresti

Áætlunin og árangur verkefna kynnt innan félagsins og birt á heimasíðu.

 

Fara yfir jafnréttisáætlunina og uppfæra m.t.t. árangurs og reynslu.

 

Tillaga að nýrri jafnréttisáætlun lögð fram byggð á fyrri reynslu.

 

Ný jafnréttisáætlun til næstu fjögurra ára samþykkt og tekur gildi.

Stjórn

 

 

 

 

Árlega

 

 

 

 

 

 

Fjórða hvert ár

 

Samþykkt í aðalstjórn Völsungs 7.2.2019