09. febrúar 2016
Skíðagöngudeild Völsungs stefnir á að halda skíðagöngunámskeið um næstu helgi (12.-14. feb.), bæði fyrir byrjendur og lengra komna. Leiðbeinandi verður Einar Ólafsson sem er tvöfaldur ólympíufari og hefur einnig keppt á heimsbikar- og heimsmeistaramótum. Einar hefur verið með kennslu í Bláfjöllum í vetur og hefur verið mikil ánægja með störf hans enda þykir hann afar góður leiðbeinandi.
Lesa meira