Almennings

Greinagerð um almenningsíþróttadeild

Samþykktir fyrir almenningsíþróttadeild Völsungs

1. grein

Deildin starfar innan Völsungs og sér um almenningsíþróttir. Undir deildina geta líka fallið íþróttagreinar sem eru nýjar af nálinni á Húsavík. Deildin starfar eftir félagslögum Völsungs og vinnur í anda þeirrar stefnu sem þar er ákveðin. Deildin hefur aðgang að húsnæði og starfsmönnum Völsungs samkvæmt ákvörðun aðalstjórnar.

2.grein

Markmið deildarinnar er að efla almenningsíþróttir innan Völsungs. Starfsemin miðast við að veita þeim sem að öllu jöfnu taka ekki þátt í keppnisíþróttum innan Völsungs möguleika á að efla sál og líkama með þátttöku í almennri líkamsrækt. Einnig er markmiðið að búa til vettvang fyrir íþróttagreinar sem eru að stíga sín fyrstu skref í bænum.

Kvikni áhugi almennings á að byrja með hreyfingu/íþróttagrein undir almenningsíþróttadeild Völsungs þarf að berast skriflegt bréf til aðalstjórnar sem tekur bréfið fyrir á næsta stjórnarfundi og veitir samþykkir eða neitar bóninni.

3. grein

Deildin heldur félagaskrá og getur hver sá sem skráir sig í deildina/félagið orðið félagi.

4. grein

Um skipulag og starfshætti gilda félagslög Völsungs. Aðalstjórn sér til þess að það sé starfhæf stjórn sem er að lágmarki skipuð þremur einstaklingum. Stjórn deildarinnar er ábyrg gagnvart aðalstjórn í málefnum er varða Völsung, eins og félagslög og fjármál. Stjórnin er skipuð þremur einstaklingum hið minnsta, einn formaður, einn gjaldkeri og að lágmarki einum meðstjórnanda.

5. grein

Komi til slita deildarinnar skal aðalstjórn falin umsjá allra þeirra mála, þar með talið uppgjör fjármála sem stjórnin hafði á sinni könnu.

6. grein

Um önnur atriði gilda félagslög Völsungs.