Yngri flokkar í knattspyrnu

Barna- og unglingaráð í knattspyrnu heldur utan um rekstur yngri flokka Völsungs í knattspyrnu. Ráðið sér um allann almennan rekstur, innheimtu æfingagjalda, móta stefnur, skipuleggja dómgæslu, ráðningu þjálfara, uppsetningu á æfingatöflu og æfingadagatali ásamt öðrum verkum.

Rekstur barna- og unglingaráðs er aðskilinn rekstri meistaraflokkanna og öðrum deildum félagsins.

Barna- og unglingaráð er skipað 3-5 fulltrúum foreldra eða áhugafólks um knattspyrnu.

Barna- og unglingaráð vinnur náið með aðalstjórn og starfsmanni félagsins.