Knattspyrnustefna Völsungs

Hlutverk þjálfara Þjálfarar skulu vinna með knattspyrnuráði eftir stefnu knattspyrnudeildar. Við ráðningu eru þjálfarar upplýstir um starfshætti og

Knattspyrnustefna Völsungs

Hlutverk þjálfara

  • Þjálfarar skulu vinna með knattspyrnuráði eftir stefnu knattspyrnudeildar.
  • Við ráðningu eru þjálfarar upplýstir um starfshætti og stefnan lögð fyrir.
  • Forgangsvinna þjálfara hvert haust er að meta þann hóp heimamanna sem er til staðar.
    • Það eru þeir leikmenn sem eru 16 ára og eldri.
    • Að hausti skulu þjálfarar og knattspyrnuráð ræða við leikmenn sem tóku þátt í nýafstöðnu keppnistímabili og hópurinn metinn í framhaldi af því.
Leikmannahópur:
  • Uppaldir Völsungar eru í forgangi hjá liðinu þegar undirbúningstímabil hefst
  • Þjálfarar skulu gefa sér 2-3 mánuði til að vinna með hópinn til að hámarka getu og líkamlegt form leikmanna
    • Á því tímabili gefst kostur til að meta hvort styrkja þurfi leikmannahópinn með leikmönnum utan Húsavíkur.
    • Það er gert í samráði við knattspyrnuráð.
    • Fagleg þekking þjálfara er leiðbeinandi í þeim efnum en knattspyrnuráð hefur lokaorðið með allt slíkt og aðalstjórn Völsungs við samþykkt samninga.
  • Samsetning leikmannahóps skal alltaf miðast við markmið knattspyrnuráðs og þjálfara.
    • Markmiðin geta verið mismunandi eftir árum
  • Meta skal stöðuna hverju sinni miðað við aðstæður.
    • Stendur liðið vel varðandi mannskap?
    • Er stór hópur efnilegra leikmanna að koma upp?
    • Standa yngri flokkar 11 manna liða vel og næstu ár spennandi?
  • Forðast skal að keyra liðið upp með mörgum aðkeyptum leikmönnum ef undirstöðurnar eru ekki nógu sterkar. 
    • Skoða skal sögu félagsins í þessu ljósi og læra bæði af mistökum og því sem vel var gert.
Framtíðarskref:
  • Knattspyrnuráð og þjálfarar skulu leggja áherslu á að semja við unga uppalda Völsunga og í því augnamiði gera það eftirsóknarvert að leika fyrir félagið.
  • Því þarf að viðhalda pressu á þjálfurum og öðru starfsfólki félagsins á að þjónusta leikmenn á þann hátt að þeir mæti kröfum þeirra á öllu getustigum.
    • Allt frá afreksleikmönnum til þeirra sem slakari eru.
    • Það verður að vera hluti af starfinu að reyna halda leikmönnum í félaginu
  • Þjálfarar meistaraflokks skulu vinna náið með yfirþjálfara yngri flokka sem og öðrum þjálfurum.
    • Þjálfarar meistaraflokka skulu koma verulega að starfi 4. og 3. flokks.
    • Með því er alltaf rauður þráður í starfi yngri flokka og upp í meistaraflokk.
  • Markmiðið er að ala upp sterkari leikmenn sem bera uppi meistaraflokka félagsins
Áherslur:
  • Hlúa sérstaklega að uppöldum leikmönnum og þeim sem eru þegar í félaginu.
  • Bæta aðbúnað og efla umgjörð
  • Reyna að halda ákveðinni línu í spilamennsku.
    • Fara hærra á völlinn og liggja minna tilbaka. Reyna að auka sóknarleik.
  • Auka gæði í þjálfun og starfi kringum leikmannahópinn
    • aukaæfingar – vinna með leikmönnum, fræðsla, eftirfylgni, stuðningur o.fl.
  • Bæta skipulag og setja skýr markmið – unnið sé eftir stefnu meistaraflokka

Íþróttafélagið Völsungur

Vallarhúsi- Stóragarði 8
640 Húsavík

Kt. 710269-6379
S. 4642052 - F. 4642092 - Gsm. 8953302
volsungur@volsungur.is

Póstlisti

Skráðu þig á póstlistann okkar.

Fylgdu okkur á Facebook

Það er alltaf eitthvað líf og fjör á facebook síðunni okkar. Skelltu einu LIKE á hana og málið er dautt.