Ný æfingaáætlun knattspyrnudeildar

Ný æfingaáætlun knattspyrnudeildar Yfirvöld, skólastjórnendur og starfsfólk sveitarfélagsins hefur unnið vel að endurskipulagi skólastarfs í Norðurþingi

Fréttir

Ný æfingaáætlun knattspyrnudeildar

Yfirvöld, skólastjórnendur og starfsfólk sveitarfélagsins hefur unnið vel að endurskipulagi skólastarfs í Norðurþingi og því ber að hrósa. Mikið verk er unnið í því halda úti starfi undir þessum kringumstæðum.

Knattspyrnudeild Völsungs vill leggja hönd á plóg og hefur því unnið hörðum höndum að því að endurskipuleggja starf sitt sem stuðlar að hreyfingu ungmenna og barna eftir að skólastarfi lýkur kl.12:00.

Við höfum sett saman stundatöflu fyrir alla bekki, alla æfingahópa og flokka sem voru að æfa hjá okkur áður en æfingabann tók gildi. Það þarf ekki að taka fram að við virðum að sjálfsögðu öll tilmæli yfirvalda og fylgjum þeim í hvívetna.

Því höfum við unnið nýja stundatöflu fyrir iðkendur okkar sem við kynnum núna á foreldrasíðum flokkanna á Facebook. Stundataflan er unnin af þjálfurum yngri flokka, þjálfurum meistaraflokka, fitnessþjálfara knattspyrnudeildar, yfirmanni knattspyrnumála og framkvæmdastjóra Völsungs.

Við leggjum fyrir iðkendur sama æfingafjölda og verið hefði í venjulegu ári. Fitnessþjálfari leggur fyrir heimaæfingu sem miðar að uppbyggingu, styrk, úthaldi, þreki og krafti.

Svo eru skemmtilegar „æfingar“ eða verkefni sem við leggjum fyrir iðkendur sem miða helst að því að ná fram ákveðinni hæfni eða auka getu á ákveðnum hlutum. Helst að ná foreldrum/fjölskyldumeðlimum með í verkefnið. Verkefnin eða þrautirnar geta verið af ýmsum toga. S.s að geta haldið bolta eða blöðru (fer eftir aldri) á lofti eftir ákveðinni formúlu. T.d. sleppa úr höndum og ná fjórum snertingum (annað læri – hitt læri – önnur rist og hin ristin) og bæta svo í þessa fléttu. Skora jafnvel á foreldri að reyna sig með. Mögulega að taka mynd/myndband og pósta á foreldrasíðuna eða síðu flokksins til að auka skemmtanagildi og samheldni þó við getum ekki æft saman.

Hugmynd er að hafa fjölskylduþraut 1x í viku þar sem t.d. er kastað upp á æfingar með teningi og hver tala merkir ákveðinn fjölda ákveðinna æfinga. Jóna Birna, fitnessþjálfari er sérfræðingur í þessum efnum og við efum ekki að það verður mikið fjör á stofugólfinu þegar fjölskyldan kemur saman með teninginn.

Knattspyrnudeildin vill með þessum hætti halda úti sínu öfluga starfi þó ekki sé hægt að koma saman og æfa fótbolta. Við viljum með þessu auka samheldni og halda tengingu iðkenda við þjálfara og efla tengsl heimilanna við starfið og félagið.

Fyrst og fremst viljum við koma til móts við hreyfiþörf ungmenna og viðhalda þeirri stefnu Norðurþings um heilsueflandi samfélag.

Við skorum einnig á skólayfirvöld að kennari/starfsfólk sem fylgir sínum hópum frá 8:15-12:00 kom fyrir einni til tveimur hreyfistundum í viku. Í íþróttahöll eða utandyra. Með sama góða skipulaginu og þegar er við lýði er þetta mögulegt t.d. með sótthreinsun og þrifum milli hópa í íþróttahöll og sama starfsfólk fylgi sínum hópum í skóla og hreyfistund.

Það verður ekki ítrekað of oft að á tímum sem þessum er ákaflega mikilvægt að huga vel að líkamlegri- og andlegri heilsu ungmennanna okkar. Og líklega ekki verra ef við sem eldri erum förum í þetta með þeim!

Áfram Völsungur!

Hér að neðan má sjá æfingatöfluna eins og hún mun líta út. Hún tekur gildi mánudaginn 23. mars. Þjálfarar munu koma æfingaplönum á sýna flokka í gengum foreldrasíður á facebook. Með því að smella á planið má sjá það stærra.


Mynd augnabliksins

Íþróttafélagið Völsungur

Vallarhúsi- Auðbrekku 3
640 Húsavík

Styrktarreikningur: 0567-14-400839
Kt: 710269-6379
sími 8953302
volsungur@volsungur.is 

Póstlisti

Skráðu þig á póstlistann okkar.

Fylgdu okkur á Facebook

Það er alltaf eitthvað líf og fjör á facebook síðunni okkar. Skelltu einu LIKE á hana og málið er dautt.

Gerast Völsungur

captcha