Frá Grunni í Gull, blakbúðir á Húsavík 23.-25. mars 2018
Helgina 23.-25. mars 2018 mun Vladimir Vanja Grbic vera með blakbúðir á Húsavík. Verkefnið er samstarfsverkefni blakdeildar Völsungs (Blakdeild Völsungs), BLÍ - Blaksamband Íslands og Special Olympics á Íslandi (Íþróttasamband fatlaðra) en Vladimir Grbic er „Global Ambassador volleyball" hjá Special Olympics.
Grbic var fyrirliði gullverðlaunahafa Júgóslava á Ólympíuleikunum i Sydney árið 2000 auk þess að hafa unnið til fjölda verðlauna á heims- og Evrópumótum í blaki.
Grbic var tekinn inn í Hall of Fame í blaki árið 2011.
Grbic mun vera með fræðilegan fyrirlestur sem og verklega þjálfun þar sem lögð verður áhersla á tæknileg atriði, þjálfunaraðferðir og andlegu hliðina og hvernig þessir þættir móta og hvetja unga iðkendur til afreka.
Föstudagskvöldið 23. mars verður fræðilegur fyrirlestur fyrir þjálfara, íþróttakennara og áhugasama. Fyrirlesturinn á ekki síður við þá sem koma að öðrum íþróttagreinum.
Blakbúðirnar hefjast svo á laugardaginn 24. mars. Þann dag verður áhersla á efni tengt fyrirlestrinum kvöldið áður og á erindi við flestar greinar íþrótta. Á sunnudeginum verður áhersla lögð á blakíþróttina.
Verkefnið er því fyrir blakiðkendur á aldrinum 11 - 18 ára á laugardegi og sunnudegi. Fyrir þjálfara, íþróttakennara og áhugasama frá föstudagskvöldi til sunnudags.
Nánari upplýsingar og um verkefið er á Facebook síðu þess Frá Grunni í Gull.
Hér fyrir neðan eru lykilupplýsingar um verkefnið:
Blakbúðirnar fyrir börn og ungmenni 10-18 ára
Verð:
Æfingar laugardag og sunnudag, gisting tvær nætur og fæði: 15.000.- kr.
Æfingar laugardag og sunnudag, gisting eina nótt og fæði: 11.000.- kr.
Æfingar laugardag eða sunnudag, gisting eina nótt og fæði: 7.500.- kr.
Blakbúðirnar laugardagur og sunnudagur (gisting og fæði á eigin vegum): 7.500.- kr.
Blakbúðirnar einn dagur (laugardagur eða sunnudagur) 3.000.- kr.
Almennar upplýsingar
• Innifalið í gistingu og fæði er:
o Gisting í skólastofu.
o Morgunverður og hádegisverður (ath. ef er valið að gista eina nótt, þá er aðeins innifalinn morgunverður og hádegisverður daginn eftir).
• Myndir og vídeóupptökur verða gerðar yfir helgina og verða þátttakendum aðgengileg að loknum blakbúðunum.
• Æfingar á laugardegi tengjast umfjöllunarefni á fyrirlestri frá föstudagskvöldi fyrir þjálfara og eru fyrir iðkendur úr öllum íþróttum.
• Æfingar á sunnudegi eru blakmiðaðar.
• Utan æfinga verður boðið upp á afþreyingu s.s. sundferð, heimsókn á Hvalasafnið og bíóferð í sal skólans.
• Allir þátttakendur fá að gjöf bol.
Skráning fer fram í tölvupósti á netfangið: simicsladja@yahoo.com
Þar þarf að koma fram :
• Fullt nafn.
• Fæðingardagur.
• Stærð á bol.
• Upplýsingar um hvað hluta námskeiðsins taka á þátt í.
• Staðfesting á greiðslu (í viðhengi).
Þátttökugjöldin leggjast inn á: bankar. 567-26-222, kt. 440594-2639
Fyrir þjálfara, íþróttakennara og íþróttafólk
Fræðslufyrirlestur á föstudagskvöldi: 3.000.- kr.
Fræðslufyrirlestur á föstudagskvöldi og ein æfing (laugardagur eða sunnudagur): 4.000.- kr.
Fræðslufyrirlestur á föstudagskvöldi og æfingar báða daga: 5.000.- kr.
Æfingar á laugardegi tengjast umfjöllunarefni á fyrirlestri frá föstudagskvöldi fyrir þjálfara og eru fyrir iðkendur úr öllum íþróttum.
Æfingar á sunnudegi eru blakmiðaðar.
Þjálfarar eða fararstjórar sem fylgja hópi fá fría gistingu og fæði með hópnum (einn á hverja 10 þátttakendur).
Skráning fer fram í tölvupósti á netfangið: simicsladja@yahoo.com
Þar þarf að koma fram:
• Fullt nafn.
• Upplýsingar um hvað hluta námskeiðsins taka á þátt í.
• Staðfesting á greiðslu (í viðhengi).
Þátttökugjöldin leggjast inn á: bankar. 567-26-222, kt. 440594-2639