Mynd af Víkurraf ehf

Víkurraf ehf

Saga fyrirtækisins er löng & spor fyrirtækisins ná alveg aftur til ársins 1960, er Grí­mur Leifsson og Árni Vilhjálmsson stofnuðu fyrirtækið Öryggi sf. en áður hét það Raftækjavinnustofa Grí­ms & Árna. Þremur árum síðar, eða 1963 ákveða þeir að víkka út þjónustu fyrirtækisins með opnun á raftækja- & raflagnaverslun á Húsavík. Ári síðar, eða 1964 stofnar Haukur Ákason fyrirtækið Haukur Ákason hf. að Sólbrekku 17 á Húsaví­k. Haukur hafði útskrifast sem rafvirki 1946 og lauk námi sínu sem vélfræðingur árið 1953. Verk Hauks lágu víða um sveitir norðurlands áratugina á eftir, m.a. starfaði hann við uppbyggingu kröfluvirkjunar, ásamt því að þjónusta & teikna raflagnir í hús, báta & skip.

Árið 1982 er Öryggi sf. selt og kaupandinn er Óli Austfjörð.

 1989 breytir Haukur nafninu á fyrirtæki sínu í­ Naustavör ehf. & koma inn í­ þann eigendahóp 5 aðilar, m.a. sonur Hauks, Áki Hauksson. Naustavör ehf. hélt áfram á þeirri braut að þjónusta markaðinn almennt, en fyrst & fremst þjónustaði fyrirtækið sjávarútveginn & annan iðnað. Þegar þarna er komið við sögu rak fyrirtækið rafmagns- trésmiðju & járnsmíðaverkstæði.

Árið 1989 flytur Öryggi sig um set, & sest að á Garðarsbraut 18a.

Árið 1994 stofnuðu þeir feðgar, Haukur & Áki fyrirtækið Víkurraf sf. sem hafði í­ fyrstu aðsetur á Garðarsbraut 48 á Húsaví­k. Nafnið Ví­kurraf hafði að vísu áður verið notað í­ húsvískri atvinnusögu, en frá árinu 1984 til 1988 höfðu átt það og rekið þeir Jóhannes Jóhannesson, Jón Arnkelsson, Svavar Túlinius & Einar G. Jónasson. Jóhannes & Jón starfa í­ dag hjá fyrirtækinu.

Árið 1997 er ár breytinga hjá bæði Öryggi sf. sem og Ví­kurraf sf. Öryggi er selt & eru kaupendur Kristinn Vilhjálmsson, Ragnar Emilsson, Jón Arnkelsson & Lúðvík Kristinsson. Hjá Víkurraf gerist það að Haukur Ãkason tekur fyrirtækið yfir að fullu & breytir því úr sf. félagi í ehf. félag.

Haukur Ákason fellur frá á árinu 2000 & tekur þá Áki sonur hans við fyrirtækinu & heldur áfram að byggja á þeirri gríðarlegu reynslu sem karl faðir hans hafði byggt upp í­ áratugi á undan, eða allt frá miðri síðustu öld. Tveimur árum síðar flytur Víkurraf á héðinsbraut 4, & leigir það til ársins 2006 þegar fyrirtækið kaupir húsnæðið sem telur u.þ.b. 400fm.

Árið 2006 breytist Öryggi sf. í­ Öryggi ehf. & ári síðar gerir fyrirtækið samning við Heimilistæki hf. um sölu á raf- & heimilistækjum frá þeim & um notkun á nafni þeirra.

Þann 1.maí­ 2011, á degi verkalýðsins sameinuðu svo fyrirtækin Öryggi ehf. & Ví­kurraf ehf. krafta sína undir nafni Ví­kurraf ehf. sem gerði fyrirtækið að gríðarlega reynslumiklu og feykilega öflugu fyrirtæki sem Húsví­kingar, Þingeyingar, Íslendingar hafa notið góðs af.

Sérstaða okkar byggir því á traustum og hagkvæmum úrlausnum fyrir viðskiptavini okkar, í ­ hönnun og vinnu við iðnstýringar fyrir fyrirtæki og einstaklinga í­ raflögnum og viðhaldi. Ví­kurraf er traust fyrirtæki í­ nánu samstarfi við ýmis fyrirtæki á sviði rafbúnaðar og þjónustu. Markmið okkar er að þjónusta viðskiptavini okkar eftir bestu getu hvort heldur sem er við ráðgjöf, hönnun, teikningar, nýlagnir eða viðhald á raflögnum og rafkerfum til sjós og lands.

Eigendur fyrirtækisins í­ dag eru þeir Áki Hauksson, Kristinn Vilhjálmsson, Lúðví­k Kristinsson & Ragnar Emilsson. Starfsmenn fyrirtækisins eru 18 talsins, og eru flestir í­ 100% starfshlutfalli. Víkurraf ehf. er því eitt af stærstu fyrirtækjum í sýslunni allri.

c