Orkugangan og Buchgangan laugardaginn 11. apríl

Orkugangan og Buchgangan laugardaginn 11. apríl Nú er komiđ ađ einni stćrstu göngunni í Íslandsgöngunum svokölluđu, mótaröđ Skíđasambandsins.

Fréttir

Orkugangan og Buchgangan laugardaginn 11. apríl

Nú er komið að einni stærstu göngunni í Íslandsgöngunum svokölluðu, mótaröð Skíðasambandsins. Gangan er lengsta skíðaganga á Íslandi og náttúrufegurðin einstök á leiðinni, hverabólstrar frá Þeystarreykjum og blámóða Kinnarfjalla og Skjálfanda þegar nálgast Húsavík.

Gangan er um 60 kílómetrar og líkist Vasagöngunni í Svíþjóð að því leyti að frekar hallar undan og gönguleiðin því tiltölulega auðveld fyrir heilsugott fólk. Orkugangan 2015 verður laugardaginn 11. apríl en hún er haldin af skíðadeild Völsungs með tilstyrk Landsvirkjunar. Auk 60 km göngu verður boðið upp á styttri vegalengdir í  Buch skíðagöngunni, 25 km, 10 km og 1 km.

Orkugangan gefur stig til Íslandsgöngu Skíðasambandsins. Allar vegalengdir eru gengnar með hefðbundinni aðferð. Rásmark Orkugöngunnar er við Kröflu, rásmark 25 km er við Þeistareyki, rásmark 10 km suðaustan við Höskuldsvatn og 1 km gangan er gengin á svæði gönguskíðafólks á Reykjaheiði.

Hægt er að skrá sig í göngurnar á heimasíðunni Orkugangan.is og þar er að finna allar helstu upplýsingar um gönguna. Skíðagöngufólk er hvatt til að skrá sig en eins og fram hefur komið má finna vegalengd við allra hæfi í göngunni.

Með því að smella á myndina má sjá hana stærri.


Íţróttafélagiđ Völsungur

Vallarhúsi- Stóragarđi 8
640 Húsavík

Kt. 710269-6379
S. 4642052 - F. 4642092 - Gsm. 8953302
volsungur@volsungur.is

Póstlisti

Skráđu ţig á póstlistann okkar.

Fylgdu okkur á Facebook

Það er alltaf eitthvað líf og fjör á facebook síðunni okkar. Skelltu einu LIKE á hana og málið er dautt.