Orkugangan fór fram í blíðskaparveðri

Orkugangan fór fram í blíðskaparveðri Orkuganga skíðagöngudeildarinnar var haldin um liðna helgi í blíðskaparveðri uppá Reykjaheiði.

Fréttir

Orkugangan fór fram í blíðskaparveðri

mynd: volsungur.is
mynd: volsungur.is

Orkuganga skíðagöngudeildarinnar var haldin um liðna helgi í blíðskaparveðri uppá Reykjaheiði. Gangan var með óhefðbundnu sniði að þessu sinni sökum snjóalaga, ekki var nægur snjór til að ganga neðan úr Kröflu og því var gengið frá Þeistareykjum.

Boðið var upp á þrjár vegalengdir að þessu sinni. 20 km göngu sem var ræst frá Þeistareykjum, 6 km göngu og 1 km göngu. Styttri göngurnar fóru fram á félagssvæði skíðagöngudeildarinnar á Reykjaheiði.

Göngurnar hepnuðust vel og voru í heildina 48 keppendur skráðir til leiks. Í 20 km göngunni voru 34 keppendur sem hófu keppni. í 6 km göngunni voru 8 keppendur og í 1 km göngunni voru 6 skráðir til leiks.

Gísli Einar Árnason kom fyrstur í mark í 20 km göngunni með frjálsri aðferð á tímanum 57:53. Í 20 km göngunni með hefðbundinni aðferð kom Birkir Þór Stefánsson fyrstur í mark á tímanum 1:08;28. Óli Svavar Hallgrímsson kom síðan fyrstur í mark í 6 km göngunni á tímanum 30:42;14.

Öll úrslit úr göngunni má síðan nálgast hér að neðan.

Heildarútslit göngunnar má nálgast HÉR.
Úrslit eftir flokkum má nálgast HÉR.

F.v: Guðrún Þórhildur Emilsdóttir, Lilja Friðriksdóttir og Erla Torfadóttir


Íþróttafélagið Völsungur

Vallarhúsi- Stóragarði 8
640 Húsavík

Kt. 710269-6379
S. 4642052 - F. 4642092 - Gsm. 8953302
volsungur@volsungur.is

Póstlisti

Skráðu þig á póstlistann okkar.

Fylgdu okkur á Facebook

Það er alltaf eitthvað líf og fjör á facebook síðunni okkar. Skelltu einu LIKE á hana og málið er dautt.