Göngubrautir um páskana
28. mars 2013
Það verða troðnar brautir um páskana á gönguskíðasvæðinu neðan Höskuldsvatns. Einnig er stefnt á að lagt verði spor að Veigubúð og þannig er formleg troðsla fyrir Orkugönguna hafin. Útlit er fyrir blíðuveður alla páskana og því um að gera að skella sér á skíðin. Þetta eru líka góðir dagar að æfa sig fyrir Orkugönguna, sem við fjölmennum að sjálfsögðu í. Þar verður enn bætt í og hægt að fylgjast með á orkugangan.is. Sjáumst á heiðinni!