Skíðagöngunámskeið
23. febrúar 2013
Það hefur verið vel mætt á skíðagöngunámskeiðin sem Völsungur hefur haldið í samstarfi við Íslandsbanka. Í dag var annað námskeiðið haldið í frábæru veðri á "heiðinni" og var farið yfir grunnatriði, bæði hvað varðar búnað og gönguna sjálfa. Að loknu námskeið var svo boðið upp á kakó og kleinur.