Félagsskírteini Völsungs

Félagsgjald Völsungs er 4500.-kr og birtist það í heimabanka félagsmanna.

Allir félagsmenn sem greiða árlegt félagsgjald í félagið fá félagskort. Kortið veitir afslætti á ýmsum stöðum á Húsavík. Kortin eru númeruð og verður nafn félagsmanns á kortinu.

Völsungur er fjölgreina íþróttafélag sem heldur úti skipulögðu íþróttastarfi fyrir börn og unglinga á öllum aldri, ásamt afreksstarfi og almennri hreyfingu fyrir alla aldurshópa.

Um leið og Völsungur rekur öflugt og vel skipulagt íþróttastarf þá er félagstarfið gríðarlega mikilvægur þáttur í starfi félagsins. Það er gaman að vera virkur félagi í skemmtilegu félagsstarfi líkt og Völsungur er. Það er gaman að geta tekið þátt í skemmtilegum félagsskap sem stuðlar að góðri umgjörð í kringum öflugt og gott íþróttastarf.

Félagskort Völsungs veitir afslætti hjá eftirfarandi stuðningsaðilum:

  • Garðarshólmi - 15% af fatnaði nema frá Feldi og Farmers Market
  • Sjóböðin - 15% afsláttur af almennu miðaverði
  • Salka - 10% afsláttur af matseðli, gildir ekki af drykkjum eða tilboðum
  • Lemon - 15% afsláttur samlokum og djúsum á matseðli ( gildir ekki af kombóum) og 2 fyrir 1 af samlokum og djúsum á milli klukkan 14-18:00.
  • Skóbúð Húsavíkur - 15% afsláttur
  • Ísfell verslun - 15% afsláttur af fatnaði
  • Fatahreinsun Húsavíkur - 10% afsláttur af merkingum á Völsungsvörum
  • 50% afsláttur af salarleigu í vallarhúsi - Gjaldskrá fyrir sal í vallarhúsi má finna HÉR.
Þar að auki er Vallarhúsið opið alla virka daga og flestar helgar. Alltaf er heitt á könnunni ásamt því sem félagið er með allar íþróttaáskriftir sem eru í boði á Íslandi.
 
Hér að neðan má sjá sýnishorn af kortinu

Nýjir félagsmenn
Ef þú hefur áhuga á að gerast félagsmaður í Völsungi þá eru tveir möguleikar í stöðunni:

  1. Senda póst á volsungur@volsungur.is með upplýsingum um nafn, kennitölu, heimilisfang, sími og tölvupóst. Í framhaldinu verður gefin út valgreiðsla á þig sem fer í heimabankann þinn.
  2. Þú getur lagt félagsgjaldið inn á reikning 0567-14-400558 og sent kvittun á netfangið volsungur@volsungur.is og þú verður skráður sem félagsmaður samstundis.

Félagsgjaldið er nauðsynlegur þáttur í tilveru Völsungs og því treystum við á góðan stuðning allra Völsunga.