Framkvæmdir komnar á fullt á Skíðagöngusvæðinu

Framkvæmdir komnar á fullt á Skíðagöngusvæðinu Framkvæmdir eru komnar á fullt skrið á félagssvæði skíðagöngudeildarinnar við Reyðarárhnjúk. Búið er að

Fréttir

Framkvæmdir komnar á fullt á Skíðagöngusvæðinu

Framkvæmdir eru komnar á fullt skrið á félagssvæði skíðagöngudeildarinnar við Reyðarárhnjúk.  Búið er að koma rafmagni á svæðið og var það gert í samvinnu Neyðarlínunnar, Landsvirkjunar, Landsnets og Norðurþings.  Félagar í skíðagöngudeildinni hafa svo staðið í framkvæmdum við að koma köldu vatni á svæðið og er óhætt að segja að um stórframkvæmd sé að ræða. 

Næsta verk deildarinnar er að fara með aðstöðuhús á svæðið og að því loknu verða upphituð hús með vatnssalerni og nestisaðstöðu ásamt geymslu- og vinnuaðstöðu, við göngubrautina upp við Reyðarárhnjúk.  Mun þetta verða mikil lyftistöng fyrir skíðagöngudeildina og algjör forsenda fyrir því að efla starf deildarinnar enn frekar. Svo er bara að vona að uppbyggingin haldi áfram og þetta magnaða svæði verði nýtt enn frekar, enda standa vonir til að svæðið verði framtíðar útivistarsvæði með víðtæka notkunarmöguleika fyrir aðrar deildir, félagasamtök og bara hverja sem er.

Skíðagöngudeildin heldur úti fésbókarsíðu þar sem hægt er að fylgjast með framkvæmdum og starfi deildarinnar. Fébókarsíðan heitir Skíðagöngudeild Völsungs.

Með því að smella á myndirnar að neðan má sjá þær stærri.

Ásgeir Kristjánsson, Skúli Hallgrímsson, Kári Jónasson og Böðvar Bjarnason vinna við vatnslögnina sem mun liggja að aðstöðu skúrum sem verða á félagsvæði deildarinnar.

Rafmagnskapallinn kominn upp að félagssvæði skíðagöngudeildarinnar.


Íþróttafélagið Völsungur

Vallarhúsi- Stóragarði 8
640 Húsavík

Kt. 710269-6379
S. 4642052 - F. 4642092 - Gsm. 8953302
volsungur@volsungur.is

Póstlisti

Skráðu þig á póstlistann okkar.

Fylgdu okkur á Facebook

Það er alltaf eitthvað líf og fjör á facebook síðunni okkar. Skelltu einu LIKE á hana og málið er dautt.