18. júlí 2011
Um 50 krakkar á öllum aldri, 12-50, ára eru komin til Húsavíkur til að taka þátt í vikulöngum æfingabúðum
siglingafélaga á landinu. Siglingadeild Völsungs ásamt siglingaklúbbnum Nökkva á Akureyri halda utan um viðburðinn en þjálfarar
flestra siglingaklúbba á landinu sjá um æfingahlutann í samvinnu. Mikil stemming var fyrsta daginn og þrátt fyrir að byrinn hafi ekki
verið mikill, var gleðin mikil og stemmingin frábær. Æfingar verða alla daga fram á fimmtudag, síðan keppni á föstudag sem endar með
grillveislu og verðlaunaafhendingu. Á sama tíma er Sail Húsavík, strandmenningarhátíð haldin og voru allflestir þátttakenda
með í glæsilegri opnunarhátíð í gærkveldi og víða mátti heyra Færeyska harmonikku tónlist hljóma úr
glæsilegum uppgerðum seglskútum og stóð gleðin fram eftir nóttinni. Flaggskip Nökkva, Paradís var siglt til Húsavíkur en einnig
eru þar Gógó og Tíbrá frá Akureyri.
Fyrstu kænurnar á floti í morgun í blíðunni á Húsavík.
Yngstu þáttakendur Nökkva, fv, Kristján Logi, Lilja, Sigurður Orri, Breki og Stefán. Frábærir krakkar og framtíðar siglarar
klúbbsins.
Upphitun í fjörunni, mörgæsarhlaupið alveg frábært.
Frétt af heimasíðu Nökkva
Lesa meira