Lokahóf meistaraflokka í knattspyrnu

Lokahóf meistaraflokka í knattspyrnu Lokahóf meistaraflokka og 2. flokks karla og kvenna í knattspyrnu fór fram viđ hátíđlega athöfn í Hvammi á

Fréttir

Lokahóf meistaraflokka í knattspyrnu

Lokahóf meistaraflokka og 2. flokks karla og kvenna í knattspyrnu fór fram viđ hátíđlega athöfn í Hvammi á laugardagskvöldiđ var. Veittar voru viđurkenningar fyrir bestu og efnilegustu leikmenn flokkanna ásamt ţví sem veitt var viđurkenning fyrir leikmann ársins.

Meistaraflokkur kvenna lauk sumrinu í 2. deild kvenna međ 22 stig í 5. sćti deildarinnar. Einnig var skráđ liđ til leiks í 2. flokki kvenna í fyrsta skipti í langan tíma. Liđiđ var ađ mestu skipađ leikmönnum á 3. flokks aldri og stóđu ţćr sig međ prýđi.

Meistaraflokkur karla var í mikilli baráttu fram í síđasta leik um ađ komast uppúr 2. deild karla en endađi ađ lokum í 4. sćti deildarinnar međ 40 stig. 2. flokkur karla tók ţátt í B-deild og enduđu eftir mikla baráttu í 9. sćti.

Alls tóku 42 leikmenn ţátt í verkefnum meistaraflokks karla og kvenna í sumar. Af ţessum 42 leikmönnum voru 36 leikmenn uppaldir Völsungar. Eitthvađ sem viđ getum veriđ gríđarlega stolt af sem Völsungar en gerist samst sem áđur ekki af sjálfu sér.

Hápunktur lokahófsins var ţegar leikmenn og ţjálfarar kusu um bestu og efnilegustu leikmenn flokkanna. Einnig voru veitt verđlaun fyrir leikmann ársins. Leikmađur ársins er valinn sá leikmađur sem er ómissandi liđsfélagi, góđ fyrirmynd innan vallar sem utan, mikill félagsmađur og ţví félaginu til sóma í ţeim störfum sem falla til og hefur sinnt skyldum sínum sem Völsungur.

2. flokkur kvenna
Efnilegasti leikmađur: Marta Sóley Sigmarsdóttir
Besti leikmađur: Árdís Rún Ţráinsdóttir

2. flokkur karla
Efnilegasti leikmađur: Stefán Óli Hallgrímsson
Besti leikmađur: Ólafur Jóhann Steingrímsson

Meistaraflokkur kvenna
Efnilegasti leikmađur: Hulda Ösp Ágústsdóttir
Besti leikmađur: Dagbjört Ingvarsdóttir
Leikmađur ársins: Harpa Ásgeirsdóttir

Meistaraflokkur karla
Efnilegasti leikmađur: Ólafur Jóhann Steingrímsson
Besti leikmađur: Aron Dagur Birnuson
Leikmađur ársins: Halldór Árni Ţorgrímsson

Fleiri myndir af hófinu má sjá hér ađ neđan. Međ ţví ađ smella á myndirnar má sjá ţćr stćrri. Hjálmar Bogi Hafliđason tók allar myndir á hófinu.

Sóley og Marta, efnilegasti leikmađur 2. flokks

Sóley og Árdís, besti leikmađur 2. flokks

Haukur og Stefán Óli, efnilegasti leikmađur 2. flokks

Haukur og Óli, besti leikmađur 2. flokks og efnilegasti leikmađur meistaraflokks

Sóley og Hulda, efnilegasti leikmađur meistaraflokks

Sóley og Dagbjört, besti leikmađur meistaraflokks

Sóley og Harpa, leikmađur ársins

Haukur og Halldór Árni, leikmađur ársins

Allir verđlaunahafar á lokahófi meistaraflokka


Íţróttafélagiđ Völsungur

Vallarhúsi- Stóragarđi 8
640 Húsavík

Kt. 710269-6379
S. 4642052 - F. 4642092 - Gsm. 8953302
volsungur@volsungur.is

Póstlisti

Skráđu ţig á póstlistann okkar.

Fylgdu okkur á Facebook

Það er alltaf eitthvað líf og fjör á facebook síðunni okkar. Skelltu einu LIKE á hana og málið er dautt.