Kaelon Fox gengur í rađir Völsungs

Kaelon Fox gengur í rađir Völsungs Kaelon Fox hefur komist ađ samkomulagi viđ knattspyrnudeild Völsungs og mun ţví leika međ meistaraflokki karla nćsta

Fréttir

Kaelon Fox gengur í rađir Völsungs

Kaelon Fox hefur komist ađ samkomulagi viđ knattspyrnudeild Völsungs og mun ţví leika međ meistaraflokki karla nćsta sumar í 2. deild. Fox sem er 23 ára er fćddur í Atlanta og uppalinn í Louisville. Hann er fjölhćfur leikmađur en hefur undanfariđ spilađ sem miđvörđur, hćgri bakvörđur og djúpur miđjumađur. Ađ hans sögn hefur hann spilađ allar stöđur á vellinum, meira ađ segja gripiđ í markmannshanskana.

Fox hefur leikiđ fyrir háskólann í Kentucky og háskólann í Saint Francis. Einnig hefur hann leikiđ fyrir Portland Timbers, Reading United AC og Mississippi Brilla á sínum ferli. Nćsta stopp verđur Völsungur og ţegar hann er spurđur út í ástćđuna á ţví afhverju hann valdi Völsung segir hann, "ég hef alltaf viljađ spila fótbolta á erlendri grundu og fannst mér Völsungur ţví vera fullkominn áfangastađur til ađ láta ţann draum rćtast og um leiđ ađ hefja knattspyrnuferill minn fyrir alvöru."

Ţetta verđur í fyrsta skipti sem Fox kemur til Íslands en hann hefur ferđast víđa um evrópu. "Ég veit lítiđ um landiđ. Ég hef séđ myndir og heyrt skemmtilega hluti um landiđ. Ég er spenntur fyrir ţví ađ hitta liđiđ og ţá sem eru í kringum ţađ. Ég er spenntur fyrir ţví ađ kynnast íslenskri menningu. Ég kann ekki tungumáliđ en vona ađ ég nái ađ lćra einhverja hluti ţann tíma sem ég verđ á Íslandi" segir Fox.

Markmiđ Völsungs fyrir sumariđ er ađ byggja ofan á ţađ góđa starf sem hefur veriđ unniđ undanfarin tvö ár. Fox verđur góđ viđbót í flottan Völsungshóp. "Vćntingar mínar fyrir tímabilinu eru mjög háar ţví ég er međ mikiđ keppnisskap. Ég mun gera allt sem í mínu valdi stendur til ađ hjálpa klúbbnum ađ tryggja sér sćti í 1. deild. Ég mun einnig leggja mitt af mörkum til ađ hjálpa liđsfélögum mínum ađ ná eins langt og mögulegt er. Ég hef veriđ ađ ćfa í Bandaríkjunum í nokkurn tíma og er orđinn gríđarlega spenntur ađ byrja undirbúningstímabiliđ međ Völsungi," segir Fox en hann er vćntanlegur til landsins í byrjun apríl.

Ađ lokum var Fox spurđur út í skemmtilega stađreynd um sjálfan. Sagđist hann hafa mikinn áhuga á ađ lćra ađ verđa góđur kokkur. Hann er tilbúinn ađ lćra af hverjum ţeim sem vill kenna honum íslenska matarmenningu og um leiđ tungumáliđ.


Íţróttafélagiđ Völsungur

Vallarhúsi- Stóragarđi 8
640 Húsavík

Kt. 710269-6379
S. 4642052 - F. 4642092 - Gsm. 8953302
volsungur@volsungur.is

Póstlisti

Skráđu ţig á póstlistann okkar.

Fylgdu okkur á Facebook

Það er alltaf eitthvað líf og fjör á facebook síðunni okkar. Skelltu einu LIKE á hana og málið er dautt.