Ólafur Jóhann og Alli Jói heimsóttu Norwich

Ólafur Jóhann og Alli Jói heimsóttu Norwich Ólafur Jóhann Steingrímsson og Ađalsteinn Jóhann Friđriksson heimsóttu Norwich í síđustu viku, 19.-24.

Fréttir

Ólafur Jóhann og Alli Jói heimsóttu Norwich

Ólafur Jóhann Steingrímsson og Ađalsteinn Jóhann Friđriksson heimsóttu Norwich í síđustu viku, 19.-24. febrúar. Ólafur ćfđi međ U18 ára liđi félagsins á međan Alli Jói skođađi ađstćđur og fylgist međ ćfingum í akademíu félagsins.

Atli Barkarsson leikur međ Norwich en hann skrifađi undir atvinnumannasamning viđ félagiđ síđatsliđiđ sumar. Atli hefur veriđ ađ ćfa og leika bćđi međ U18 ára liđinu og U23. Heimsóknin var einmitt tilkomin vegna samkomulags ţegar Völsungur seldi Atla til Norwich.

Alli lćtur vel af ađstćđum hjá Norvich. "Ţađ var magnađ ađ koma ţarna og fá ađ fylgjast međ ćfingum hjá ţeim. Svolítiđ öđruvísi enn viđ ţekkjum, leikmenn mćta snemma morguns og eru fram eftir degi á ćfingasvćđinu. Ađstćđur eru frábćrar hjá félaginu sex grasvellir í fullri stćrđ, einn gervigrasvöllur og svo höll međ gervigrasi. Líkamsrćkt er á svćđinu og svo er veriđ ađ eyđa miklum peningum í ađ bćta ađstöđuna enn frekar. Hvađ varđar ţjálfunina ţá eru margir ţjálfarar sem koma ađ ţjálfun hvers liđs fyrir sig. Ţađ má ţví segja ađ ţarna sé allt til alls fyrir leikmenn ađ bćta sig og verđa alvöru leikmenn", segir Alli Jói.

"Ćfingarnar voru skemmtilegar, mikill hrađi og margar skemmtilegar ćfingar. Mađur átti smá erfitt međ ađ skilja sumar ćfingarnar en mađur var fljótur ađ lćra. Gćđin á ćfingum voru góđ og ţarna voru nokkrir yfirburđaleikmenn, ţar á međal var Atli" segir Ólafur sem var ánćgđur međ ferđina til Norwich og talađi um ađ lokum ađ ađstćđur og umgjörđ hefđi veriđ til fyrirmyndar.

Ferđin endađi á ţví ađ ţeir fóru á leik međ Norwich á laugardeginum. Norwich leikur í nćst efstu deild í Englandi og berst fyrir ţví ađ komast upp í ensku úrvalsdeildina. Leikurinn var gegn Bristol City og fengu ţeir félagar ađ sjá 5 mörk. Norwich endađi á ađ vinna leikinn 3-2 og tilla sér ţar međ í efsta sćti deildarinnar. "Leikurinn var frábćr. Ţeir eru međ ungt og skemmtilegt liđ sem spilar skemmtilegan fótbolta. Ţađ var trođfullt á vellinum og stemningin mjög góđ", segir Alli Jói.,

Ađ neđan má sjá myndir frá ferđinni og međ ţví ađ smella á ţćr má sjá ţćr stćrri.


Íţróttafélagiđ Völsungur

Vallarhúsi- Stóragarđi 8
640 Húsavík

Kt. 710269-6379
S. 4642052 - F. 4642092 - Gsm. 8953302
volsungur@volsungur.is

Póstlisti

Skráđu ţig á póstlistann okkar.

Fylgdu okkur á Facebook

Það er alltaf eitthvað líf og fjör á facebook síðunni okkar. Skelltu einu LIKE á hana og málið er dautt.