Saga

Íţróttafélagiđ Völsungur var stofnađ 12.apríl 1927. Stofnendurnir voru 23 drengir. Flestir á fermingaraldri og nokkrir ţeirra eitt lítiđ eitt yngri. Ţegar

Ágrip um stofnun Í.F.Völsungs

Íþróttafélagið Völsungur var stofnað 12.apríl 1927. Stofnendurnir voru 23 drengir.

Flestir á fermingaraldri og nokkrir þeirra eitt lítið eitt yngri. Þegar fyrsta stjórn félagsins var endanlega fullskipuð höfðu fjórir drengir bæst í hópinn. Stofnfélagarnir voru þá orðnir 27 og voru nöfn þeirra þessi:

Benedikt Bjarklind, Jón Bjarklind, Kristján Theodórsson, Hjálmar Theodórsson, Eggert Jóhannesson, Sigtryggur Flóvent Albertsson, Helgi Kristjánsson, Gunnar Bjarnason,Vernharður Bjarnason, Númi Kristjánsson, Magnús Bjarnason, Bjarni Pétursson, Jóhann Gunnar Benediktsson, Gunnar Bergmann Jónsson, Georg Jónsson, Jónatan Helgason, Engilbert Valdemar Vigfússon, Ásbjörn Benediktsson, Sigtryggur Albertsson, Jóhann Hafstein, Jakob Hafstein, Jón Kristinn Hafstein, Ásgeir Pálsson og síðan við fjórir stofnendur þeir, Marteinn Steingrímsson, Þráinn Kristjánsson, Albert Jóhannesson og Sören Einarsson.

Fyrsta stjórn félagsins var þannig skipuð: 

Formaður            Jakob Hafstein,
varformaður        Jón Bjarklind,
gjaldkeri             Jóhann Hafstein,
varagjaldkeri       Helgi Kristjánsson,
ritari                   Ásbjörn Benediksson,
vararitaðir           Benedikt Bjarklind.

Félagsmerki Völsungs teiknaði Jakob Hafstein fyrsti formaður félagsins.

Í upphafi kölluðu drengirnir félagið sitt Víking og erfðu með nafninu 15 króna sjóð frá eldra félagi, er svo hér, en var hætt störfum. Brátt komu fram tillögur um tvö nöfn á félagið,var annað Völsungur og hitt Hemingur. Bæði voru nöfnin sótt til forna sagna,norrænna. Nafnið Völsungur varð ofaná við atkvæðagreiðslu á fundi og síðan hefur öllum Völsungum þótt vænt um nafn félags síns.

Nærri mun láta, að allir drengir, sem þá voru á tilgreindum aldri á Húsavík hafi orðið starfandi þátttakendur í Íþróttafélaginu Völsungi strax á fyrstu starfsárum þess. Svo rík var veröld drengsins í hugarheimi drengjanna, að þeir settu í fyrstu lög sín, að enginn félagi í Völsungi mætti vera eldri en 16 ára. Húsavík og drengirnir á aldrinum 12-16 ára var þeirra heimur og sá heimur var heimur gleði og mikilli athafna.  Utan þess var annað fólk og önnur veröld. En heimur drengjanna stækkaði skjótt og að því kom,að ákvæðið um 16 ára aldurshámarkið var numið úr gildi. Árið 1933 gengu stúlkur í félagið. Þá var í fyrsta skiptið dansað á félagsfundi, segir í fundagerð um þá atburði.

Fyrsta keppnisferð Völsunga var farin 19.apríl 1927 og þá léku drengir knattspyrnu við Reykdæli og fór leikurinn fram á Vallkostsgrundum, vestan þjóðvegarins í Reykjadal. Völsungar sigruðu leikinn.

Eftir 1930 hefja Völsungar samskipti við íþrótta- og ungmennafélög um allt land og hafa att kappi í fjölmörgum íþróttagreinum og ætíð borið merki Völsungs hátt á lofti og verið félaginu og heimabæ sínum, Húsavík til mikils sóma.

Mynd augnabliksins

Íţróttafélagiđ Völsungur

Vallarhúsi- Auđbrekku 3
640 Húsavík

Styrktarreikningur: 0567-14-400839
Kt: 710269-6379
sími 8953302
volsungur@volsungur.is 

Póstlisti

Skráđu ţig á póstlistann okkar.

Fylgdu okkur á Facebook

Það er alltaf eitthvað líf og fjör á facebook síðunni okkar. Skelltu einu LIKE á hana og málið er dautt.

Gerast Völsungur

captcha