Vímuvarnarstefna

Stefna Íţróttafélagsins Völsungs í vímuvörnum Stjórn Íţróttafélagsins Völsungs hefur samţykkt eftirfarandi stefnu í vímuvörnum og hefur hún ţegar

Vímuvarnarstefna

Stefna Íþróttafélagsins Völsungs í vímuvörnum

Stjórn Íþróttafélagsins Völsungs hefur samþykkt eftirfarandi stefnu í vímuvörnum og hefur hún þegar tekið gildi.

Forvarnargildi íþrótta

Íþróttahreyfingin gegnir mikilvægu hlutverki í vímuvörnum. Rannsóknir á högum barna og ungmenna sýna að þeim ungmennum reiðir betur af og neyta síður vímuefna sem eru virk í íþróttastarfi. Einnig sýna rannsóknir að neysla vímuefna og tóbaks hafa mjög skaðleg áhrif á árangur í íþróttum. Félagið vill efla enn frekar vímuvarnargildi íþrótta með því að taka skýra afstöðu gegn neyslu í tengslum við íþróttir. Í þessari stefnuyfirlýsingu er talað um "vímefnaneyslu" og er þá átt við neyslu tóbaks, áfengis og annarra vímuefna.

1. Neysla á tóbaki og vímuefnum

Félagið er andvígt allri vímuefnaneyslu meðal iðkenda og annarra félagsmanna sem koma að íþróttastarfi á vegum félagsins. Öll neysla tóbaks og vímuefna er bönnuð í tengslum við æfingar og keppni á vegum félagsins.

2. Viðbrögð félgsins við neyslu iðkenda

Félagið mun bregðast sérstaklega við allri neyslu tóbaks og vímuefna iðkenda undir 18 ára aldri og foreldrar verða undantekningalaust upplýstir um slíka neyslu.

Þegar um sjálfráða einstaklinga er að ræða mun félagið bregðast við neyslu þeirra á vímuefnum og tóbaki þegar það hefur áhrif á ástundun, frammistöðu og ímynd félagsins.

Viðbrögð félagsins við brot á reglum þessum verða í formi tilmæla og ábendinga. Skili slík viðbrögð ekki árangri getur komið til tímabundins banns frá æfingum og/eða keppni. Viðbrögð félagsins munu samt ávallt mótast af vilja til að aðstoða iðkandann við að laga sig að reglum og að hann haldi áfram að starfa innan félagsins.

3. Hlutverk þjálfara

Þjálfarar skulu vinna eftir vímuvarnarstefnu félagsins, þar með talið að bregðast við vímuefnaneyslu iðkenda á viðeigandi hátt.

Félagið mun sjá þjálfurum fyrir fræðslu um áhrif vímuefnaneyslu á árangur í íþróttum sem þjálfarar síðan miðla áfram til iðkenda.

Þjálfarar skulu framfylgja stefnu félagsins varðandi samstarf við foreldra og aðra aðila sem sinna málefnum barna og unglinga.

4. Samstarf við foreldra

Félagið mun upplýsa foreldra um stefnu félagsins í vímuvörnum.

Félagið mun standa að góðu samstarfi við foreldra iðkenda með fræðslu um neikvæð áhrif tóbaks og annara vímuefna á árangur í íþróttum, auk fræðslu til foreldra um þjálfun og æskilegt mataræði.

5. Samstarf við aðra aðila sem sinna málefnum barna og unglinga

Félagið mun hafa náið samstarf við þá aðila sem sinna tómstundastarfi barna og unglinga.

Félagið mun hafa samstarf við fagaðila sem sinna börnum og unglingum, fá frá þeim fræðsluefni og hafa samráð við einstaklinga í áhættuhópum.

6. Íþróttamót gegn vímu

Félagið mun standa fyrir íþróttamóti á hverju ári fyrir börn og unglinga sem tengist yfirskriftinni " Íþróttir gegn vímu".

Mynd augnabliksins

Íţróttafélagiđ Völsungur

Vallarhúsi- Auđbrekku 3
640 Húsavík

Styrktarreikningur: 0567-14-400839
Kt: 710269-6379
sími 8953302
volsungur@volsungur.is 

Póstlisti

Skráđu ţig á póstlistann okkar.

Fylgdu okkur á Facebook

Það er alltaf eitthvað líf og fjör á facebook síðunni okkar. Skelltu einu LIKE á hana og málið er dautt.

Gerast Völsungur

captcha