Stefna íþróttafélagsins Völsungs varðandi jafnrétti kynþátta
Eftirfarandi stefnuviðmið eiga við allar deildir innan Íþróttafélagsins Völsungs.
Íþróttir fyrir alla!!!
Íþróttafélagið Völsungur leggur áherslu á jafnrétti og að allir geti stundað og tekið þátt í því starfi sem fer fram undir merkjum Íþróttafélagsins Völsungs.
Mismunun á kynþáttum, trúarbrögðum, skoðunum, fötlun, efnahag eða öðru er eitthvað sem ekki viðgengst innan Íþróttafélagsins Völsungs og er tekið fast á öllum málum sem kunna að koma upp þess efnis.
Íþróttafélagið Völsungur hvetur alla iðkendur, foreldra, þjálfara og aðra félagsmenn að vera háttvís í sinni framkomu og koma fram að heiðarleika og kurteisi.
Einelti er ekki liðið innan Íþróttafélagsins Völsungs. Komi slík mál upp innan félagsins er það litið alvarlegum augum og tekið á þeim tafarlaust með aðstoð fagaðila.
Íþróttir eiga að vera til sameiningar en ekki sundrunar.