Íţróttafélagiđ Völsungur

                      Árskýrsla Völsungs fyrir áriđ 2013                          Í ţessari skýrslu fer ég yfir starfsemi  Völsungs í grófum dráttum og

Ársskýrsla ađalstjórnar 2013

                      Árskýrsla Völsungs fyrir árið 2013                         

Í þessari skýrslu fer ég yfir starfsemi  Völsungs í grófum dráttum og byrja á aðal-stjórn félagsins og síðan örstutt um deildir félagsins sem ég sæki í jólablaðið en nákvæmara yfirlit yfir starf þeirra er þar, jólablað Völsungs er ómetnanleg heimild um allt það starf sem unnið er innan félagsins fyrir hvert starfsár.

 

Aðalstjórn Völsungs:

Stjórnin hélt 42 bókaða fundi á árinu, aðalfundur félagsins var haldinn 4. Júní, allir stjórnarmenn gáfu kost á sér til áframhaldandi stjórnarsetu. Stjórnina skipa, Guðrún Kristinsdóttir formaður, Þóra Kristín Jónasdóttir gjaldkeri, Elín Gunnsteinsdóttir ritari, Már Höskuldsson og Lúðvík Kristinsson meðstjórnendur, Emilía Aðalsteins-dóttir og Víðir Svansson varamenn. Kjartan Páll Þórarinsson var framkvæmdastjóri félagsins í fullu starfi.  Svava Björg Kristjánsdóttir bókari félagsins lét að störfum og ráðin var nýr bókari, Þórsteinunn Rut Sigurðardóttir með fasta viðveru á Græna-torgi. Stjórnin hélt tvo fundi með formönnum deilda á síðasta ári og er það liður í að auka upplýsingaflæði á milli deilda og milli deilda og stjórnar.

Viðar Sigurjónsson frá ÍSÍ kom á fund til okkar á árinu og hjálpaði okkur með að komast áfram í vinnunni við að gera félagið að fyrirmyndarfélagi sem gengur ekki of vel hjá okkur.Við gáfum út siðareglur fyrir félagið en þær voru bornar út í öll hús bæjarins. Aðalstjórn hefur yfirumsjón með öllum fjáröflunum deilda og sér um að fá deildir eða flokka til þess að sinna þeim störfum sem okkur er gert að gera sam-kvæmt samningi við Norðurþing en þau verkefni eru, þrettándinn, 17.júní, kveikja á jólatrénu og umsjón með Gamlárskvöldi.  Fimleikadeilin var með jólaþorpið í annað sinn og gekk það mjög vel fjáröflun sem er komin til að vera. Aðalstjórn þurfti í sumar að grípa inn í störf knattspyrnudeildar þar sem sýnt var að félagið var að stefna í gjaldþrot vegna mikilla skulda deildarinnar. Þetta var erfið ákvörðun en enga síður nauðsynleg og hefði í raun átt að gerast mikið fyrr. Með ótrúlegu átaki fjölda fólks og fyrirtækja tókst okkur að minnka fjárhagslegt tjón verulega og sýna árssreikningarnir það mjög vel. Ég veit að það var erfitt fyrir strákana að fara í hvern leikinn á fætur öðrum og tapa. Þetta tók mikið á alla aðila er komu að starfinu, en mikilvægt er að við drögum við lærdóm af þessu sem nýtist okkur í framtíðinni.

Hreyfingaskóli  Völsungs:

Hreyfingaskólinn er unnin í samstarfi við Borgarhólsskóla. Börnin koma beint úr grunnskólanum og eru í fjölbreyttum hreyfingum í 45 mín. Skólinn er í boði fyrir 1.-2. bekk . Um 30 börn eru skráð í skólann.

Íþróttaskóli Völsungs:

Íþróttaskólinn er starfræktur yfir vetrartímann innan félagsins með tvo hópa yngri og eldri barna. Um 50 krakkar á aldrinum 3-5 ára mæta á laugardögum í fjölbreytta hreyfingu. Reynt hefur verið að virkja foreldra til þátttöku enda teljum við þetta eiga að vera ánægjulega stund barns og foreldra.

Fimleikar:

Krakkar á aldrinum 5-16 ára æfa fimleika tvisvar í viku. Farið var á eitt mót á Egils-stöðum. Alls störfuðu sex þjálfara hjá deildinni.

Handknattleikur:

Á árinu hafa verið starfræktir 3 ,4, og 5 flokkur karla og 6/7 flokkur stelpna. Ekki hefur verið starfræktur meistarflokkur en það hefur þó verið haldið í þann sið að taka þátt í bikarkeppni og að þessu sinni drógust við á móti bikarmeisturum ÍR. Hið árlega Húsavíkurmót í handbolta var haldið helgina 26-27 apríl en mótið er hluti af Íslandsmóti í 6 flokk kvenna. Mótið er fastur liður í íþróttalífinu hér á Húsavík og leggur fjárhagslegan grunn að starfi deildarinnar.

Blak:

Um 50 manns stunda blak í flokki fullorðina og 20 krakkar æfa krakkablak. Þau tóku þátt í Íslandsmóti í 4. flokki stelpurnar enduðu í fimmta sæti af 11 liðum sem telst frábær árangur. Tvö lið tóku þátt í hluta Íslandsmóts í 5. flokki á Neskaups-stað. Öldungarnar tóku þátt í nokkrum hraðmótum á Norðurlandi auk þess sem Völsungur stóð fyrir sínu árlega Nýjársmóti fyrstu helgina í janúar. Völsungur mætti til leiks á Öldungamót BLÍ sem haldið var í Kórnum í Kópavogi með 6 lið. Völsungur átti fjögur lið á verðlaunapalli og það er frábær árangur.

Boccia:

Árið byrjar að venju með Opna Húsavíkurmótinu í Boccia en það var haldið 17 febrúar. Að því loknu er húsvískt íþróttafólk heiðrað fyrir frammistöðu, ástundun og árangur, Ásgeir Sigurgeirsson knattspyrnumaður var kjörinn Íþróttamaður Húsavíkur. Boccialið Völsungs tók þátt á mótum á vegnum Í.F. víða um land og stendur sig ávallt mjög vel á þeim mótum.

Sund:

Sunddeild Völsungs stendur fyrir æfingum bæði á Húsavík og Laugum. Í apríl stóðu þeir fyrir æfingabúðum á Laugum. Krakkarnir taka þátt í nokkrum mótum á svæðinu og einnig fara þau elstu suður til að keppa.

Gönguskíði:

Deildin stóð fyrir námskeiðum fyrir byrjendur og lagði brautir í og við bæinn fyrir bæjarbúa. Orkugangan var haldin 20.apríl og var þátttaka nokkuð góð en fresta þrufti  keppninni vegna veðurs um einn dag.  Eftir að vegurinn upp á Reykjaheiði var lagaður sækja enn fleiri aðstöðuna upp við Höskuldsvatn. Krakkar á vegnum Völsungs kepptu á Andrésar Andar leikunum og stóðu sig mjög vel.

Skíði/alpagreinar:

Ekki æfa margir alpagreinarnar og ræður þar aðallega aðstaðan og snóleysið á Húsa-vík. Þeir sem æfa stunda reglubundnar æfingar með Mývetningum upp við Kröflu. Það tóku þrír krakkar á vegum Völsungs þátt í Andrés Andarleikunum, þau komu heim með tvenn verðlaun.

Knattspyrna:

Meistaraflokkar:

Árið var erfitt hjá meistaraflokkunum og hafði ákvörðun stjórnar áhrif á báða flokka,stelpurnar stóðu sig vel undir stjórn Jóhanns Pálssonar og endaði um miðja deild. Í haust tók Róbert Ragnar Skarphéðinsson við þjálfun stelpnanna. Strákarnir féllu niður í 2. deild eftir erfitt sumar. Dragan Stojanovic hvarf af braut um mitt sumar og vil ég þakka honum kærlega fyrir hans framlag til félagsins. Við starfi hans tóku Vilhjálmur Sigmundsson ásamt Stefáni Jóni Sigurgeirssyni og Kristjáni Gunnari Óskarssyni. Framlag þeirra á erfiðum tímum verður seint full þakkað. Ég vil þakka öllum þeim er komu okkur til aðstoðar varðandi meistaraflokkana. Þessi stuðningur var og er okkur ómetanlegur. Þrátt fyrir mikla erfiðleika áttum við fólk í landsliðum Íslands, Ásgeir Sigurgeirsson í U-19 ára, Huldu Ósk Jónsdóttur í U-16 og U-17 ára, Dagbjört Ingvarsdóttir lék sinn fyrsta landsleik með U-17 ára og einnig eigum við mikinn fjölda Völsunga sem hafa verið boðaðir á landshlutaæfingar og úrtaks-æfingar á vegum KSÍ.

Yngri flokkar knattspyrnu:

Völsungur tefldi fram liðum í öllum flokkum á Íslandsmóti karla og kvenna síðast-liðið sumar. Og er skemmst frá því að segja að við náðum mjög góðum árangri með flesta flokkana og gefa stelpurnar strákunum ekkert eftir hvað það varðar. Völsungur hefur haft á að skipa hóp af hæfum þjálfurum og má fullyrða að hluti skýringar á háum iðkendafjölda knattspyrnunnar á Húsavíkur liggur í góðum þjálfurum ásamt ríkri hefð fyrir knattspyrnuiðkun á Húsavík. Þá fóru 3. flokkur karla og kvenna á Norway cup.

Mótorsporteild:

Fyrsta heila starfsár deildarinnar og hefur ýmislegt verið gert þó að ekki sé mikið sjáanlegt enn. Hjólamenn nýttu sér Botnsvatnið þegar ís var yfir því. Farið var á eitt mót í Mývatnssveit. Unnið er að uppbyggingu og skipulagi á brautarsvæðinu rétt fyrir sunnan Gónhól.

Siglingadeild:

Lítil sem enginn starfsemi var á síðast liðnu ári.

Að lokum.

Það  að reka íþróttafélag fylgir mikil ábyrgð, félagið er að velta rúmum 50 milljónum og er með á milli 5 og 6 heil stöðugildi á ársgrundvelli auk allra þeirra einstaklinga sem vinna fyrir félagið með mikilli sjálfboðavinnu. Við sem erum kosin í aðalstjórn félagsins á aðalfundi er treyst fyrir því starfi að reka félagið frá degi til dags. Því verkefnið verðum að sinna eins vel og við getum, þar skiptir miklu máli að reka félagið réttu megin við núllið. Þá vil ég að lokum þakka sveitarfélaginu Norðurþingi, öllum þeim fyrirtækjum og einstaklingum er styrkja félagið á einn eða annan hátt, fyrir þeirra framlag til félagsins. Einnig þakka ég foreldrum, þjálfurum, stjórnarmönnum allra deilda, aðalstjórn félagsins og bókara ásamt framkvæmda-stjóra félagsins fyrir þeirra störf fyrir félagið Ljóst er að án alls þessa fólks væri nákvæmlega enginn starfsemi hjá félaginu.

Ég ætla að enda skýrsluna á orðum Nelson Mandela því mér finnst þau passa vel við ársskýrslu félagsins fyrir árið 2013.

„Mesti árangurinn byggist ekki á því að mistakast aldrei, heldur á því að gefast aldrei upp“

Guðrún Kristinsdóttir

Formaður Völsungs

Mynd augnabliksins

Íţróttafélagiđ Völsungur

Vallarhúsi- Auđbrekku 3
640 Húsavík

Styrktarreikningur: 0567-14-400839
Kt: 710269-6379
sími 8953302
volsungur@volsungur.is 

Póstlisti

Skráđu ţig á póstlistann okkar.

Fylgdu okkur á Facebook

Það er alltaf eitthvað líf og fjör á facebook síðunni okkar. Skelltu einu LIKE á hana og málið er dautt.

Gerast Völsungur

captcha