Íţróttafélagiđ Völsungur

Ađalstjórn Völsungs 2017 Formađur:                          Guđrún Kristinsdóttir Gjaldkeri:                            Ţóra Kristín

Ársskýrsla 2017

Ađalstjórn Völsungs 2017

Formađur:                          Guđrún Kristinsdóttir

Gjaldkeri:                            Ţóra Kristín Jónasdóttir

Ritari:                                    Rannveig Ţórđardóttir

Međstjórnendur:             Heiđar Hrafn Halldórsson

                                               Daníel Borgţórsson

Varamenn:                         Áslaug Guđmundsdóttir

                                               Víđir Svansson

Framkvćmdastjórar:     Guđmundur Friđbjarnarson

                                               Ţorsteinn Marinósson (frá september 2017)

 

Virkar deildir innan rađa Völsungs

1.            Blak

2.            Boccia

3.            Fimleikar

4.            Handbolti

5.            Bardagaíţróttadeild

6.            Knattspyrnudeild

a)            Meistaraflokkar

b)           Barna- og unglingaráđ

7.            Skíđagöngudeild

8.            Sund

9.            Almenningsíţróttadeild

a)            Íţróttaskólinn

b)           Sumarskólinn

c)            Almenningshlaup

d)           Bandý

 

 

Iđkendafjöldi

Iđkendur í deildum Völsungs áriđ 2017 voru samtals 420 skv. Skráningum í Nóra kerfiđ

Skýrsla Völsungs fyrir ári 2017

 

Ađalstjórn Völsungs:

Ađalfundur Völsungs var haldinn í júní og urđu tvćr breytingar á stjórninni. Már Höskuldsson og Berglind Jóna Ţorláksdóttir gáfu ekki kost á sér en Áslaug Guđmundsdóttir og Daníel Borgţórsson komu ný inn í stjórnina. Viđ bjóđum ţau velkomin til starfa um leiđ og viđ ţökkum Berglindi og Má fyrir ţeirra störf fyrir félagiđ. Stjórnina skipa Guđrún Kristinsdóttir formađur, Ţóra Kristín Jónasdóttir gjaldkeri, Rannveig Ţórđardóttir ritari, Heiđar Hrafn Halldórsson og Daníel Borgţórsson međstjórnendur, Víđir Svansson og Áslaug Guđmundsdóttir varamenn. Í haust tók nýr framkvćmdastjóri til starfa, Ţorsteinn Marinósson eftir ađ Guđmundur Friđbjarnarson hćtti störfum. Guđmundi eru ţökkuđ vel unnin störf fyrir félagiđ um leiđ og viđ bjóđum Ţorstein og fjölskyldu velkomna til Húsavíkur. Völsungur fagnađi 90 ára afmćli á árinu og var haldin stór og góđ veisla á Fosshótel á sjálfan afmćlisdaginn 12. apríl, viđ gáfum út afmćlisrit, opnuđum sýningu í Safnahúsinu.

Ađalstjórn verđlaunađi íţróttafólk sitt viđ hátíđlega athöfn 27. desember, veitt voru hvatningarverđlaun, Íslandsmeistara voru heiđrađir, Guđmundur Óli Steingrímsson fékk viđurkenningu fyrir ađ hafa náđ ađ spila 100 leiki fyrir meistaraflokk félagsins. Trésmiđjan Rein fékk viđurkenningu fyrir öflugan og góđan stuđning viđ félagiđ og tók Sigmar Stefánsson viđ viđurkenningunni.  Íţróttafólk Völsungs fyrir áriđ 2017 eru Guđmundur Óli Steingrímsson knattspyrnumađur og Anna Halldóra Ágústsdóttir hlaupakona. Viđ ţetta tilefni heiđruđum viđ ţrjá einstaklinga međ silfurmerki félagsins ţau Friđriku Guđjónsdóttur, Unni Guđjónsdóttur og Ţorgrím Ađalgeirsson. Einnig heiđruđum viđ fjórar einstaklinga međ gullmerki félagsins ţau Má Höskuldsson, Lindu Margréti Baldursdóttur, Gísla Vigfússon og Jóhönnu Guđjónsdóttur.

Ađalstjórn rekur vellina og er međ sumarskóla fyrir börn í sex vikur á sumrin Sladjana Smiljanic var umsjónarmađur sumarskólans. Viđ höldum úti öflugri heima-og facebókarsíđu ţar sem helstu fréttir eru birtar af starfi félagsins.

Ađalstjórn hefur einnig yfirumsjón međ ţrettándanum, 17 júní, ađ kveikja á jólatrénu og áramótabrennunni.

Íţróttaskóli Völsungs:

Íţróttaskólinn er starfrćktur innan félagsins međ tvo hópa  yngri og eldri barna. Um 40 krakkar á aldrinum 3-5 ára mćta á laugardögum í skemmtilega hreyfingu. Nýir stjórnendur tók viđ skólanum í haust Ísak Már Ađalsteinsson og Guđrún Einarsdóttir en Áslaug Guđmundsdóttir og Unnar Ţór Garđarsson hćttu međ íţróttaskólann voriđ 2017. Reynt hefur veriđ ađ virkja foreldra til ţátttöku enda teljum viđ ţetta eiga ađ vera ánćgjulega stund barns og foreldra.

Fimleikar:

Krakkar á aldrinum 5-16 ára ćfa fimleika tvisvar til ţrisvar í viku í fjórum hópum. Fjöldi iđkenda hefur veriđ svipađur og undanfarin ár, milli 50-60 krakkar. Haustiđ 2017 voru 30 ár frá ţví ađ Guđrún Kristinsdóttir stofnađi Fimleikadeild Völsungs.  

Handknattleikur:

Síđastliđiđ ár hafa veriđ ţrír flokkar starfandi, 4, 7 og 8 flokkur en iđkendum fer fćkkandi og á handboltinn undir högg ađ sćkja. Keppt var í Íslandsmótinu í 4. flokki og stóđu drengirnir sig vel. Í apríl var haldiđ mót fyrir 7. og 8. flokk í tilefni 90 ára afmćlis Völsungs skemmtilegt og gott mót sem allir höfđu gaman af.

Blak:

Áriđ 2017 hefur veriđ viđburđarríkt og skemmtilegt í starfi blakdeildar. Öldungablakiđ ţar sem blakarar 30 ára og eldri ćfa ađ kappi, barna-og unglingastarfiđ sem hefur vaxiđ mikiđ á árinu og annađ áriđ í röđ tók meistaraflokkur kvenna ţátt í efstu deild.

Áriđ byrjađi međ Nýársmóti Völsungs sem er árviss viđburđur međ ţátttöku liđa af Norđur- og Austurlandi. Tekiđ var ţátt í mörgum hrađmótum og endađ á Öldungamóti BLÍ í Mosfellsbć ţar sem Völsungur mćtti međ fimm kvennaliđ og tvö karlaliđ sem stóđu sig vel ađ vanda. Yngri flokkarnir tóku ţátt í Íslandsmóti og bikarmóti og stóđu sig mjög vel og náđu verđlaunasćtum í öllum flokkum. Kvennaliđiđ tekur ţátt í Mizunodeildinni en liđiđ er byggt upp á mjög blönduđum hópi, gömlum reynsluboltum og ungum og efnilegum stelpum.

Boccia:

Starfsemi bocciadeildar hefur veriđ međ hefđbundnu sniđi eins og undanfarin ár. Fyrsta mót ársins er ađ venju Opna Húsavíkurmótiđ, ţađ 28.  frá upphafi og er orđinn fastur liđur í starfseminni međ góđum stuđningi Kiwanisklúbbsins Skjálfanda. Ţá mćtir bocciadeild Völsungs međ öflug liđ á Íslandsmót og Hćngsmót. Völsungur sá svo um Íslandsmóti í einstaklingskeppni í samvinnu viđ ÍF ţetta var stórt og mikiđ mót sem tókst í alla stađi mjög vel.

Bandý:

Ný deild sem var stofnuđ á árinu og eru iđkendur um 25. Bandýdeildin hefur fengiđ kylfur og annan búnađ frá Íţróttasjóđi ríkisins. Öflug deild sem hefur stóra drauma.

Sund:

Sundćfingar eru stundađar bćđi á Laugum og á Húsavík. Mótin sem fariđ var á eru KR í Reykjavík, páskamót á Húsavík, Akranesleikana og A.M.Í. sunddeildin býđur upp á leikskólasund og tóku um 50 krakkar ţátt ađ ţessu sinni.

 

Skíđaganga:

Skíđagönguvertíđin hófst um miđjan janúar, ţrátt fyrir snjóléttan vetur tókst ađ halda góđri göngubraut á heiđinni alveg fram í maí. Ekki tókst ađ halda Íslandsgönguna vegna veđurs. Húsvíkingar áttu svo nokkra krakka sem tóku ţátt í Andrésar Andar leikunum á Akureyri međ góđum árangri.

BARDAGAÍŢRÓTTIR

Áriđ byrjađi vel, um 20 iđkendur ćfa í tveimur flokkur eldri og yngri. Áriđ gekk vel hjá deildinni og eru beltaprófin haldin tvisvar á ári og erum deildin komin međ nokkra einstaklinga sem eru farnir ađ kenna.

Knattspyrna:

Meistaraflokkar:

Völsungur heldur úti meistaraflokkum í bćđi karla- og kvennaflokki, ţađ skiptir miklu máli fyrir allt yngri flokka starf ađ ţađ séu starfrćktir meistaraflokkar. Meistaraflokkur karla byrjađi áriđ á ađ spila í Kjarnafćđismótinu og endađi í ţriđja sćti. Liđiđ tapađi ekki leik í lengjubikarnum fyrr en í undanúrslitunum.  Íslandsmótiđ  byrjađi međ góđum sigri á Aftureldingu. Liđiđ náđi ekki almennilegu rönni í leikjunum í sumar og datt liđiđ út í 32 liđa úrslitum í bikarkeppninni. Spilamennskan var oft á tíđum góđ og skorađi liđiđ flest mörk allra liđa í efstu fjórum deildunum og áttum viđ markahćsta leikmanninn Sćţór Olgeirsson en hann skorađi 23 mörk.

Sumariđ hjá 2. flokk var gjöfult og gott og unnu ţeir sig upp um deild.

Ákveđiđ var ađ fara í rótćkar breytingar hjá meistaraflokki kvenna, ákveđiđ ađ blása til sóknar og ráđ hina bandarísku Kaylu Grimsley sem spilandi ţjálfara og međ henni kom Kristina Corona sem mun var henni til ađstođar. Jónas Halldór Friđriksson sá um ţjálfunina liđsins ţar til ţćr stöllur mćttu á svćđiđ í apríl. Sumariđ var gott og leikmannahópurinn stóđ undir vćntingum og liđiđ var í baráttu um ađ komast í 1. deild allt ţar til tvćr umferđir voru eftir. Kayla og Kristina urđu ađ hverfa frá af persónulegum ástćđum í byrjun ágúst og ţá tók Jónas Halldór aftur til starfa. Á haustdögum var gerđur tveggja ára samningur viđ John Andrews og mun hann sinna kvennaliđinu ásamt ţví ađ ţjálfa yngri flokka og sjá um styrktarţjálfun.

Yngri flokkar knattspyrnu:

Barna- og unglingaráđ heldur utan um rekstur yngri flokka Völsungs. Félagiđ er vel mannađ af reyndum og vel menntuđum ţjálfurum. Félagiđ heldur úti flokkum frá 8. – 2. flokks og taka elstu flokkarnir ţátt í Íslandsmóti auk ţess sem allir flokkar tóku ţátt í ýmsum mótum sem í bođi voru. Fjórđu flokkarnir fóru og kepptu á Rey-cup alţjóđlegu knattspyrnumóti í Reykjavík og komust bćđi liđin  í úrslitakeppnina og stóđu sig mjög vel ţar sem stelpurnar urđu í sjötta sćti en strákarnir í 5. – 6. sćti. 5.flokkur kvenna fór og tók ţátt í Símamótinu í Kópavogi og komu međ bikar heim. Strákarnir tóku ţátt í N1 mótinu og stóđu sig vel.

 

 

Ađ lokum vil ég ţakka Norđurţingi, öllum ţeim fyrirtćkjum og einstaklingum er styrkja félagiđ á einn eđa annan hátt. Einnig ţakka ég foreldrum, ţjálfurum, stjórnarmönnum allra deilda, ađalstjórn félagsins og bókara ásamt framkvćmdastjóra félagsins fyrir ţeirra störf fyrir félagiđ.

 

Guđrún Kristinsdóttir

Formađur Völsungs

 

 

                              

Mynd augnabliksins

Íţróttafélagiđ Völsungur

Vallarhúsi- Auđbrekku 3
640 Húsavík

Styrktarreikningur: 0567-14-400839
Kt: 710269-6379
sími 8953302
volsungur@volsungur.is 

Póstlisti

Skráđu ţig á póstlistann okkar.

Fylgdu okkur á Facebook

Það er alltaf eitthvað líf og fjör á facebook síðunni okkar. Skelltu einu LIKE á hana og málið er dautt.

Gerast Völsungur

captcha