Íţróttafélagiđ Völsungur

Ađalstjórn Völsungs 2016 Formađur:                   Guđrún Kristinsdóttir Gjaldkeri:                    Ţóra Kristín

Ársskýrsla 2016

Ađalstjórn Völsungs 2016

Formađur:                   Guđrún Kristinsdóttir

Gjaldkeri:                    Ţóra Kristín Jónasdóttir

Međstjórnendur:         Heiđar Hrafn Halldórsson

                                    Már Höskuldsson

                                    Rannveig Ţórđardóttir

Varamađur:                Víđir Svansson

                                    Berglind Jóna Ţorláksdóttir

Framkvćmdastjórar: Jónas Halldór Friđriksson (lét af störfum í júní)

                                    Guđmundur Friđbjarnarson (tók viđ í ágúst)

 

Virkar deildir innan rađa Völsungs

 1. Blak
 2. Boccia
 3. Fimleikar
 4. Handbolti
 5. Bardagaíţróttadeild
 6. Knattspyrnudeild
  1.  Meistaraflokkar
  2. Barna- og unglingaráđ
 1. Skíđagöngudeild
 2. Sund
 3. Almenningsíţróttadeild
  1. Almenningshlaup
  1. Íţróttaskólinn
  2. Sumarskólinn

Iđkendafjöldi

 

Iđkendur um áramótin 2016-2017 voru 399 samkvćmt skráningarkerfinu Nóra sem tekiđ var upp s.l. haust.

Ţess skal getiđ ađ mikiđ vantar upp á skráningu ţar sem nýja kerfiđ er háđ ţví ađ forráđamenn og iđkendur skrái inn í ţađ.

Í framtíđinni mun ţetta kerfi auđvelda mjög utanumhald um fjölda iđkenda og innheimtu ćfingagjalda.

 

 

 

 

Dagskrá ađalfundar

 1. Setning fundar af formanni
 2. Kosning fundarstjóra og fundarritara
 3. Skýrsla stjórnar
 • umrćđur
 1. Ársreikningar lagđir fram
 • umrćđur + samţykktir
 1. Lagabreytingar
 2. Árgjöld
 3. Kosiđ í stjórn + endurskođendur reikninga
 4. Starfsnefndir
 5. Önnur mál

Skýrsla Völsungs fyrir ári 2016

 

Ađalstjórn Völsungs:

Ađalfundur Völsungs var haldinn í maí  og varđ ein breyting á stjórninni. Elín M. Gunnsteinsdottir ákvađ ađ gefa ekki lengur kost á sér en hún hefur setiđ í ađalstjórn Völsungs í mörg ár,  ađalstjórn ţakkar Elínu fyrir vel unnin störf innan ađalstjórnar. Elín starfar ţó enn innan Völsungs sem foreldrafulltrúi í 2. flokk í knattspyrnu. Berglind Jóna Ţorláksdóttir kom ný inn í stjórnina og bjóđum viđ hana velkomna til starfa. Stjórnina skipa Guđrún Kristinsdóttir formađur, Ţóra Kristín Jónasdóttir gjaldkeri, Rannveig Ţórđardóttir ritari, Heiđar Hrafn Halldórsson og Már Höskuldsson međstjórnendur, Víđir Svansson og Berglind Jóna Ţorláksdóttir varamenn.

Félagiđ hefur veriđ nú veriđ fyrirmyndarfélag í eitt ár og unniđ eftir handbókinni sem gefin var út í lok árs 2015. Ţađ hefur komiđ sér vel viđ úrlausn nokkurra verkefna ađ geta haft bókina og vitnađ í hana. Ţađ er verkefni okkar allra ađ halda ţví á lofti ađ viđ erum fyrirmyndarfélag og vinna samkvćmt ţví.

Ađalstjórn verđlaunađi íţróttafólk sitt viđ hátíđlega athöfn 29. desember, veitt voru hvatningarverđlaun, Íslandsmeistara voru heiđrađir, ţrír leikmenn fengu viđurkenningu fyrir ađ hafa náđ ađ spila 100 leiki fyrir meistarflokk félagsins. Dóra Ármannsdóttir fékk blómvönd fyrir ađ vera öflugur stuđningsmađur. Íţróttafólk Völsungs fyrir áriđ 2016 eru Bjarki Baldvinsson knattspyrnumađur og Jóna Björk Gunnarsdóttir blakkona.

 

Ađalstjórn rekur vellina og er međ sumarskóla fyrir börn í sex vikur á sumrin. Selmdís Ţráinsdóttir var umsjónarmađur sumarskólans. Viđ höldum úti öflugri heima-og facebókarsíđu ţar sem helstu fréttir eru birtar af starfi félagsins. Í haust tókum viđ upp svokallađ Nora skráningarkerfi ţar sem foreldrar sjá um ađ skrá börn sín í ţćr greinar sem ţau stunda.

Ađalstjórn hefur einnig yfirumsjón međ ţrettándanum, 17. júní, ađ kveikja á jólatrénu og áramótabrennunni.

Íţróttaskóli Völsungs:

Íţróttaskólinn er starfrćktur innan félagsins međ tvo hópa  yngri og eldri barna. Um 60 krakkar á aldrinum 3-5 ára mćta á laugardögum í skemmtilega hreyfingu. Reynt hefur veriđ ađ virkja foreldra til ţátttöku enda teljum viđ ţetta eiga ađ vera ánćgjulega stund barns og foreldra.

Fimleikar:

Krakkar á aldrinum 5-16 ára ćfa fimleika tvisvar til ţrisvar í viku í fjórum hópum. Fjöldi iđkenda hefur veriđ svipađur og undanfarin ár, milli 50-60 krakkar. Mikill kraftur var í starfi deildarinnar í upphafi ársins ţegar Erla Gunnlaugsdóttir kom til starfa en hún hafđi ţjálfađ fimleika á Egilstöđum, alltaf gott ađ fá nýtt blóđ inn í starfsemina. Haustiđ 2016 lentum viđ svo í vandrćđum međ ađ fá ţjálfara. Erla fór í nám og Halldóra Björg flutti suđur, en fimleikarnir halda ótrauđir áfram ţó svo ađ ţađ hafi orđiđ örlítill fćkkun iđkenda. Farin var ćfingaferđ til Ollerup í Danmörku og fóru 15 krakkar á aldrinum 10-16 ára. Ţetta er í ţriđja sinn sem fimleikadeildin fer til Ollerup til ćfinga viđ frábćrar ađstćđur.

Handknattleikur:

Síđastliđiđ ár hafa veriđ fimm flokkar starfandi, 4, 5, 6, og 7 flokkur en iđkendum fer fćkkandi og á handboltinn undir högg ađ sćkja. Húsavíkurmótiđ í handbolta var haldiđ helgina 23. – 24. apríl fyrir 6. flokk stúlkna eldra ár. Mótiđ tókst í alla stađi mjög vel og ţjáflarar og foreldrar ánćgđir en ţví miđur verđa ekki fleiri mót haldin ţar sem ađ mótanefnd HSÍ ákvađ ţetta á ţeim rökum hvađ viđ förum sjaldan suđur til ađ keppa. Harpa Steingrímsdóttir og Guđrún Kristinsdóttir gerđu hvađ ţćr gátu til ađ fá ţessari ákvörđun breytt og fengu formann mótanefndar til fundar til ţess ađ rćđa málin.

Boccia:

Starfsemi bocciadeildar hefur veriđ međ hefđbundnu sniđi eins og undanfarin ár nema ađ Bragi Sigurđsson formađur deildarinnar frá upphafi lét af störfum og Egill Olgeirsson tók ađ sér formennsku. Fyrsta mót ársins er ađ venju Opna Húsavíkurmótiđ ţađ 27.  frá upphafi og er orđinn fastur liđur í starfseminni međ góđum stuđningi Kiwanisklúbbsins Skjálfanda. Ţá mćtir bocciadeild Völsungs međ öflugt liđ á ţau mót sem haldin á vegum ÍF og landađi D- sveit Völsungs Íslandmeistaratitli í 3. deild.

Blak:

Áriđ 2016 hefur veriđ viđburđarríkt og skemmtilegt í starfi blakdeildar. Öldungablakiđ ţar sem blakarar 30 ára og eldri ćfa ađ kappi, barna-og unglingastarfiđ sem hefur vaxiđ mikiđ á árinu og á vordögum var ákveđiđ ađ taka nú skref og skrá kvennaliđ í úrvalsdeild Íslandsmóts.

Áriđ byrjađi međ Nýársmóti Völsungs sem er árviss viđburđur međ ţátttöku liđa af Norđur- og Austurlandi. Tekiđ var ţátt í mörgum hrađmótum og endađ á Öldungamóti BLÍ í Garđabć ţar sem Völsungur mćtti međ fimm kvennaliđ og tvö karlaliđ sem stóđu sig vel ađ vanda. Ráđinn var ţjálfari Ítalinn Lorenzi Sciansio sem sér um ţjálfun meistaraflokksins auk ţess ađ vera yfirţjálfari blakdeildar. Einnig var ráđin til starfa serbnesk blakkona, Sladjana Simjanic sem ásamt ţjálfun leikur međ meistaraflokki. Yngri flokkarnir hafa stađiđ sig vel og tekiđ ţátt í nokkrum mótum og náđi A liđ 5. flokks ađ vinna Íslandsmeistaratitil  í sínum flokki.

 

Sund:

Sundćfingar eru stundađar bćđi á Laugum og á Húsavík. Mótin sem fariđ var á eru KR í Reykjavík, páskamót á Húsavík, Akranesleikana og A.M.Í. Sunddeildin býđur upp á leikskólasund og tóku um 50 krakkar ţátt ađ ţessu sinni. Í haust voru svo haldnar ćfingabúđir á Laugum og mćttu 22 börn til ćfinga.

Skíđaganga:

Starfiđ hófst ađ venju međ ţví ađ Ásgeir Kristjánsson tróđ brautir hér innanbćjar og svo var fariđ uppá svćđiđ viđ Reyđarárhnjúk ţar sem hús Skíđagöngudeildar eru. Í haust var svo lagđur vegur ađ húsunum í tengslum viđ raflínu ađ Bakka sem liggur um svćđiđ. Nokkrir krakkar stunduđu ćfingar međ Akureyringum og tóku ţátt í Andrésar Andarleikunum. Bođiđ var upp á skíđagöngukennslu af margföldum meistara og olympíufara Einari Ólafssyni, ţátttakan var mjög góđ og tókst í alla stađi vel. Í apríl var bođiđ upp á sunnudagskaffi í blíđskaparveđri viđ húsin viđ Reyđarárhnjúk og mćttu um 60 manns ţennan dag. Orkugangan var haldin í apríl og var ţátttakan mjög góđ eđa  98 manns sem gerđi hana ađ nćststćrstu Íslandsgöngu áriđ 2016. Skíđaganga er íţrótt sem hentar öllum og hvetjum viđ fólk til ţess ađ nýta sér ađstöđuna sem er hérna viđ túnfótinn upp á Reykjaheiđi.

Knattspyrna:

Meistaraflokkar:

Völsungur heldur úti meistaraflokkum í bćđi karla- og kvennaflokki, ţađ skiptir miklu máli fyrir allt yngri flokka starf ađ ţađ séu starfrćktir meistaraflokkar. Ţađ hefur veriđ markmiđ knattspyrnuráđs ađ spila sem mest á heimamönnum ţó auđvitađ komi upp sú stađa ađ styrkja ţurfi liđiđ. Meistaraflokkur karla byrjađi áriđ á ađ spila í Kjarnafćđismótinu og endađi í 8. sćti. Nćsta verkefni var Lengjubikarinn og ţar endađi Völsungur í ţriđja sćti í sínum riđli. Liđiđ skellti sér í ćfingarferđ til Faro á Spáni og var mikil ánćgja međ ferđina. Íslandsmótiđ  byrjađi svo 6. maí međ ţví ađ spila viđ Magna í miklum hríđarbyl og endađi leikurinn međ jafntefli. Sumariđ gekk svo upp og ofan en niđurstađan var sú ađ viđ héldum okkur uppi í 2. deild. Ţjálfari liđsins var Páll Gíslason honum til ađstođar var Boban. Í haust var svo gengiđ frá ráđningu á nýjum ţjálfara Jóhanni Kristni Gunnarssyni ţar sem Páll gaf ekki kost á sér áfram. Viđ ţökkum Páli fyrir árin međ okkur Völsungum um leiđ og viđ bjóđum Jóhann Kristinn velkominn til starfa.

Ţjálfarateymi meistaraflokks kvenna samanstóđ ađ ţremur einstaklingum ţeim Ţórhalli Val Benónýssyni, Benóný Val Jakobssyni og Guđrúnu Einarsdóttur. Leikmannahópurinn var ekki stór ţar sem margir leikmenn höfđu hćtt eftir síđastliđiđ sumar. Ţetta hélt aftur af velgengni liđsins í sumar auk ţess sem meiđsli og veikindi settu strik í reikninginn. Niđurstađa sumarsins var ţví neđsta sćtiđ í riđlinum og önnur deild á nćsta sumri. Í haust var ákveđiđ ađ fara í rótćkar breytingar og ákveđiđ ađ blása til sóknar og ráđa hina bandarísku Kaylu Grimsley sem spilandi ţjálfara og međ henni kemur Kristina Corona sem mun verđa henni til ađstođar. Ţćr munu einnig ţjálfa nokkra yngri flokka félagsins.

 

Yngri flokkar knattspyrnu:

Barna- og unglingaráđ heldur utan um rekstur yngri flokka Völsungs auk ţess ađ Unnar Ţór Garđarsson er yfirţjálfari í 50% stöđu. Félagiđ er vel mannađ af reyndum og vel menntuđum ţjálfurum. Félagiđ heldur úti flokkum frá 8. – 2. flokks og taka elstu flokkarnir ţátt í Íslandsmóti auk ýmissa móta sem eru í bođi í nágrenninu. Fjórđu flokkarnir fóru og kepptu á Rey-cup alţjóđlegu knattspyrnumóti í Reykjavík og komust bćđi liđin  í úrslitakeppnina og stóđu sig mjög vel ţar sem stelpurnar urđu í öđru sćti. 5.flokkur kvenna fór og tók ţátt í Símamótinu í Kópavogi og stóđu sig vel bćđi innan vallar sem utan.

 


Bardagaíţróttir

Áriđ byrjađi vel, um 25 iđkendur ćfa í tveimur flokkum, eldri og yngri. Taekwondo deild Hattar á Egilstöđum bauđ okkur ađ koma í heimsókn og ađ sjálfsögđu skelltum viđ okkur međ 15 krakka einn laugardag í vor. Völsungur eignađist nýjan ţjálfara ţegar Marcin tók rauđa beltiđ međ stćl í sameiginlegu beltaprófi međ Ţór. Hann hefur séđ um ćfingar hjá eldri hópnum á föstudögum. Ađeins var fćkkun iđkenda í haust en hópurinn er öflugur og skemmtilegur.

 

 

Ađ lokum vil ég ţakka Norđurţingi, öllum ţeim fyrirtćkjum og einstaklingum er styrkja félagiđ á einn eđa annan hátt. Einnig ţakka ég foreldrum, ţjálfurum, stjórnarmönnum allra deilda, ađalstjórn félagsins og bókara ásamt framkvćmdastjóra félagsins fyrir ţeirra störf fyrir félagiđ án alls ţessa fólks vćri ekki mikiđ um ađ vera í íţróttalífi bćjarins.

 

Guđrún Kristinsdóttir
Formađur Völsungs

Mynd augnabliksins

Íţróttafélagiđ Völsungur

Vallarhúsi- Auđbrekku 3
640 Húsavík

Styrktarreikningur: 0567-14-400839
Kt: 710269-6379
sími 8953302
volsungur@volsungur.is 

Póstlisti

Skráđu ţig á póstlistann okkar.

Fylgdu okkur á Facebook

Það er alltaf eitthvað líf og fjör á facebook síðunni okkar. Skelltu einu LIKE á hana og málið er dautt.

Gerast Völsungur

captcha