Íţróttafélagiđ Völsungur

  Íţróttafélagiđ Völsungur Stofnađ 1927       Ársskýrsla 2014 Ađalstjórn Völsungs 2014-2015 Formađur: Guđrún Kristinsdóttir Gjaldkeri: Ţóra Kristín

Ársskýrsla ađalstjórnar 2014

 

Íþróttafélagið Völsungur

Stofnað 1927

 

 

 

Ársskýrsla 2014


Aðalstjórn Völsungs 2014-2015

Formaður:
Guðrún Kristinsdóttir

Gjaldkeri:
Þóra Kristín Jónasdóttir

Ritari:
Elín Málfríður Gunnsteinsdóttir

Meðstjórnendur:
Már Höskuldsson
Lúðvík Krinstinsson

Varamenn:
Rannveig Þórðardóttir
Víðir Svansson

Framkvæmdastjóri:
Jónas Halldór Friðriksson

Deildir innan raða Völsungs

 1. Blak
 2. Boccia
 3. Borðtennis
 4. Fimleikar
 5. Handbolti
 6. Hnit
 7. Karate
 8. Knattspyrnudeild meistaraflokka
 9. Barna- og unglingaráð knattspyrnu
 10. Motorcross
 11. Skíðaráð
 12. Sund
 13. Siglingar

 

Iðkendur Völsungs um áramót 2014-2015

Iðkendur um áramótin 2014-2015 voru 663 talsins. Skráning iðkenda í deildir félagsins hefur verið í flestum tilvikum í lagi, hinsvegar eru henni ábótavant í sumum tilfellum. Undir almenningsíþróttir í þessu riti fellur íþróttaskóli Völsungs og körfubolti.

Með því að smella á myndina má sjá hana stærri.

Dagskrá aðalfundar

 1. Fomaður setur fundinn.
 2. Kosning fundarstjóra og fundarritara.
 3. Skýrla stjórnar.
 4. Ársreikningar laggðir fram til samþykktar.
 5. Lagabreytingar.
 6. Árgjald ákveðið.
 7. Kosning stjórnar og endurskoðenda.
 8. Kosning starfsnefnda.
 9. Umræður og önnur mál.

 

Skýrsla aðalstjórnar Völsungs 2014

Aðalfundur Völsungs fyrir árið 2013 var haldinn 18. júní 2014 á Grænatorgi. Stjórnin gaf öll  áfram kost á sér nema Emilía Guðrún Aðalsteinsdóttir og í hennar stað kom Rannveig Þórðardóttir. Stjórnina skipa Guðrún Kristinsdóttir formaður, Þóra Kristín Jónasdóttir gjaldkeri, Elín Gunnsteinsdóttir ritari, Már Höskuldsson og Lúðvík Kristinsson meðstjórnendur og Víðir Svansson og Rannveig Þórðardóttir varamenn.

Nýr framkvæmdarstjóri Jónas Halldór Friðriksson tók til starfa í apríl og leysti af Kjartan Pál Þórarinsson sem sagði starfi sínu lausu. Við þökkum bæði Emilíu og Kjartani fyrir vel unnin störf fyrir félagið. Björn Haraldsson hjá Price water house coopers(PWC) hætti sem endurskoðandi félagsins til margra ára og eru honum færðar bestu þakkir fyrir alla þá vinnu sem hann hefur lagt til félagsins. Í framhaldinu var samið við Deliotte um endurskoðun á reikningum félagsins.

Starfsemi

Aðalstjórn fundar vikulega allt árið nema að hún tekur sér mánaðarfrí í júlí. Formaður hittir framkvæmdarstjóra vikulega til að fara yfir það sem taka á fyrir á stjórnarfundum og fara yfir verkefni vikunnar. Þjálfara félagsins reynum við að hitta tvisvar á ári og í haust héldum við sérstakt skyndihjálparnámskeið fyrir þá. Formannafundir eru haldnir tvisvar á ári.

Á síðasta ári tókum við yfir rekstur íþróttavallanna til reynslu í eitt ár, það verkefni gekk það vel að við munum halda áfram með vellina þetta árið.  Sömuleiðis tókum við að okkur umsjón, skipulag og rekstur á sumarskólanum. Það sama má segja um hann, þar var mikil og góð þátttaka og almenn ánægja með starfið.

Aðalstjórn vann markvisst að því árið 2014 að vinna við það að gera Völsung að fyrirmyndarfélagi ÍSÍ og sendum við fyrstu fjóra kaflana inn til ÍSÍ til yfirlestrar s.l. haust. Við fengum fáar athugasemdir þannig að við höldum ótrauð áfram á þessu ári og erum nýlega búin að senda frá okkar kafla 5-7 og eru þá einungis eftir þrír kaflar til að loka verkefninu. Við setjum stefnuna á að verða fyrirmyndarfélag haustið 2015.

Þau fjögur ár sem ég hef starfað sem formaður Völsungs höfum við í aðalstjórn hert  mjög reglurnar hvað varðar fjármál félagsins, deildir skila inn fjárhagsáætlunum og flest allir reikningar fara í gegnum skrifstofu félagsins.  Æfingafjöld margra deilda eru send út frá skrifstofunni, bókarinn reiknar út laun og Jónas starfsmaður okkar greiðir út launin. Langflestir þjálfarar innan félagsins eru nú orðnir  launþegar.  Viðsnúningur hefur verið á rekstri félagsins frá árinu 2012 og 2013 en þá var félagið rekið með miklu tapi. Árið 2014 var félagið rekið með tæplega 12 milljón króna hagnaði,  þennan góða árangur getum við þakkað öllum þeim er starfa fyrir félagið.

Sögunefnd

Í sögunefnd sitja Þorgrímur Aðalgeirsson, Friðrika Guðjónsdóttir, Jóna Matthíasdóttir og Ingólfur Freysson. Nefndin er komin á fullt í að safna upplýsingum um sögu félagins og í samvinnu við Þekkingarnet Þingeyinga er verið að sækja um styrki til að fá háskólanema í vinnu við ákveðin verk núna í sumar. Nefndin leggur mikla áherslu á að ná viðtölum við eldri Völsunga  áður en þeir hverfa af sjónarsviðinu. Mikilvægt er að eiga gott samstarf við allar deildir um söfnum á upplýsingum um söguna.

Almenningsíþróttadeild

Í vetur höfum við unnið að stofnun almenningsíþróttadeildar og  þar undir  hugsum við okkur að setja, Íþróttaskóla Völsungs, körfuboltann og einnig munu þær deildir sem ekki hafa verið með starfsemi sl. tvö ár verða undir stjórn almenningsíþróttadeildarinnar.

Félagsgjöldin

Á síðasta aðalfundi lögðum við fram þá tillögu að lækka félagsgjöldin niður úr 5000 kr. í 3000 kr. og láta félagsgjöldin birtast sem valgreiðslu í heimabankanum. Þessi aðgerð okkar hefur ekki skilað árangri því eins og sjá má á ársreikningi skilaði þetta okkur mun minni innkomu en árið á undan. Við höfum mikið rætt það á okkar fundum hvernig auka megi félagslega þáttinn innan Völsungs og hvernig við getum komið þeim skilaboðum til samfélagsins að það er ekki eina skilyrðið að vera iðkandi eða keppandi til að vera félagi í Völsungi.  Og e.t.v. má segja að við í aðalstjórn höfum ekki lagt okkur nógu mikið fram um að kynna allt það öfluga starf sem unnið er innan félagsins og mikilvægi þess að greiða félagsgjaldið. Og einnig mikilvægi þess að  taka þátt í ýmsum félagslegum verkefnum sem þarf að sinna til að halda starfseminni gangandi. Í þessa vinnu verðum við að fara því okkur munar um að fá inn þessar tekjur til að reka félagið.

Kaffisamsæti

Í mars buðum við nokkrum eldri félögum til kaffisamsætis á Grænatorgi þetta var skemmtileg og notaleg stund þar sem sagðar voru sögur úr starfinu og starfsemi félagsins. Þessu þurfum við halda áfram og gera enn betur.

Samfélagsverkefni

Aðalstjórn hefur í samvinnu við Norðurþing hefur umsjón með 17. júní, brennu á gamlárskvöld,  þrettándagleðinni og dagskrá þegar tendrað er á jólatré bæjarins. Þá hefur fimleikadeildin skiplagt og haft umsjón með jólaþorpi s.l. þrjú ár sem hefur gengið mjög vel og aðsókn verið góð.

Starf í deildum

Mjög öflugt og gott starf er unnið í sex deildum innan Völsungs. Skíðagöngudeildin hefur haldið utan um Orkugönguna og er mjög mikilvægt að halda þeirri skíðagöngu á lofti með frekari eflingu skíðagöngudeildar. Þá hefur verið lítil starfsemi og virkni hjá mótorsportdeild, skíðadeild og siglingadeild á árinu 2014. Ég vil benda á að lesa má ítarlegra um starfsemi allra deilda í jólablaði Völsungs 2014. Jólablaðið er orðin ómetanleg heimild um starfsemi félagsins á hverju ári.  Þá var Íþróttamaður Húsavíkur fyrir árið 2014 kjörinn bocciamaðurinn Kristbjörn Óskarsson.

Ákveðið var að vera með körfuboltaæfingar í vetur til reynslu, Áslaug Guðmundsdóttir hefur haft umsjón með þjálfuninni. Nú eru um 40 krakkar sem æfa körfubolta.

Framtíðarsýn

Það er okkur mjög hollt og mikilvægt að horfa fram á veginn og velta fyrir okkur hvernig við viljum sjá félagið á komandi árum. Til að halda krökkunum okkur í félaginu þurfum við að hafa menntaða og góða þjálfara í öllum deildum félagsins. Félagið þarf að vera rekið með góðum rekstrarafgangi sem við eigum að nýta í að bæta allan aðbúnað og aðstöðu fyrir Völsunga. Vinna þarf að því að eiga öflugan afrekssjóð til að styrkja við bakið á íþróttafólki okkar sem skarar fram úr á landsvísu. Árið 2017 verður félagið 90 ára og þá stefnum við á að Íslandsmeistaraveggurinn okkar verði tilbúinn sem verður settur upp í Íþróttahöllinni. Þá stefnir blakdeildin á að sækja um að halda Öldungamótið í blaki á afmælisárinu. Þá vil ég hvetja aðrar deildir til að huga að ákveðnum viðburðum sem tengjast munu 90 ára afmælinu. Aðalstjórn þarf að setja sér það markmið að vera búin að fjölga félagsmönnum um helming á næstu tveimur árum, það þýðir að félagsmenn verða orðnir 300 á afmælisárinu.

Að lokum

Margir Völsungar koma árlega að starfi félagsins við stjórnun deilda, foreldrastarfi, þjálfun, í starfi nefnda, fjáröflun og fleira. Með samstilltu átaki allra iðkenda og styrktaraðila náum við saman að gera Völsung að sterkri heild og  að enn öflugra  félagi á komandi árum. Öllum þessum aðilum vil ég fyrir hönd félagsins færa innilegar þakkir fyrir ómetanlegt og óeigingjarnt framlag til félagsins. Þá vil ég þakka  þeim fjölmörgu styrktaraðilum sem styrkja félagið á einn eða annan hátt kærlega fyrir þeirra framlag til félagsins, án þeirra værum við ekki eins stór og öflug og við erum í dag. Norðurþingi þakka ég  þann mikla og aukna stuðning sem sveitarfélagið veitir Völsung með því að auka styrkinn til félagins á þessu ári. Við erum á réttri leið með gott og öflugt félag

„Eitt sinn Völsungur ávallt Völsungur“

Með Völsungskveðju
Guðrún Kristinsdóttir
Formaður Í.F. Völsungs

Mynd augnabliksins

Íţróttafélagiđ Völsungur

Vallarhúsi- Auđbrekku 3
640 Húsavík

Styrktarreikningur: 0567-14-400839
Kt: 710269-6379
sími 8953302
volsungur@volsungur.is 

Póstlisti

Skráđu ţig á póstlistann okkar.

Fylgdu okkur á Facebook

Það er alltaf eitthvað líf og fjör á facebook síðunni okkar. Skelltu einu LIKE á hana og málið er dautt.

Gerast Völsungur

captcha