Sumariđ er tíminn - pistill úr leikskrá

Sumariđ er tíminn - pistill úr leikskrá „Sumariđ er tíminn“, eins og segir í laginu. Já sumariđ er tími fótboltans og mér finnst óskaplega ánćgjulegt ađ

Fréttir

Sumariđ er tíminn - pistill úr leikskrá

„Sumariđ er tíminn“, eins og segir í laginu. Já sumariđ er tími fótboltans og mér finnst óskaplega ánćgjulegt ađ eiga ţess kost ađ rölta á völlinn međ krökkunum og horfa á fótboltaleik og hvetja mitt liđ. Ekki skemmir fyrir ţegar liđinu mínu gengur vel og glađst er yfir góđum árangri, sem ađeins verđur ef metnađur er lagđur í ţađ sem gert er. Ţađ á ţví betur viđ hjá okkur. Mér finnst ţađ bćđi eftirsóknarverđ stađa og skemmtileg ađ viđ Húsvíkingar getum međ sanni sagst eiga heimaliđ. Viđ eigum frábćrlega mögnuđ fótboltaliđ í bćđi kvenna- og karlaboltanum sem eru ađ uppistöđunni til ungt fólk sem komiđ hefur inn í meistaraflokkana gegnum yngri-flokkastarf Völsungs.

Ţađ er allavega mín upplifun ađ ţađ verđi ć óalgengara á landsvísu, ađ meistaraflokkar liđa séu ađ upplagi fólk úr/af heimasvćđi hvers félags. Strákarnir hafa sýnt geysi góđa takta í sumar og vel spilandi liđiđ međ fyrirliđann Bjarka fremstan međal jafningja í myljandi baráttu um ađ komast upp í Inkasso-deildina. Ţessi stađa er líka einstaklega áhugaverđ og jákvćđ í ljósi ţess ađ annar hópur knattspyrnumanna héđan, jafnaldrar Völsungsstrákanna og uppeldisfélagar margir hverjir héđan af svćđinu, eru nú um stundir hryggjarstykkiđ í Pepsi-deildarliđi KA á Akureyri sem viđ getum líka veriđ afar stolt af. Ţessar stađreyndir bera yngir-flokkastarfi Völsungs sannarlega góđan vitnisburđ. Svo er ţađ vitanlega ţannig ađ eftir höfđinu dansa limirnir. Einn allra frambćrilegasti ţjálfari landsins ţjálfar meistaraflokk karla hér í bć, sem má segja ađ sé Húsvíkingurinn holdi klćddur; dagfarsprúđur, faglegur og fastur fyrir. 

En nóg af sjálfumgleđinni, ţessir strákar vita vel hvađ ţeir eru góđir í fótbolta. Ţeir munu sýna ţađ á laugardaginn ţví síđasti heimaleikurinn á tímabilinu er framundan. Viđ skulum fjölmenna á völlinn og ţakka fyrir skemmtunina í sumar og styđja okkar menn til sigurs gegn Hetti. ÁFRAM VÖLSUNGUR!

Baráttukveđjur,
Kţór


Íţróttafélagiđ Völsungur

Vallarhúsi- Auđbrekku 3
640 Húsavík

Styrktarreikningur: 0567-14-400839
Kt: 710269-6379
sími 8953302
volsungur@volsungur.is 

Póstlisti

Skráđu ţig á póstlistann okkar.

Fylgdu okkur á Facebook

Það er alltaf eitthvað líf og fjör á facebook síðunni okkar. Skelltu einu LIKE á hana og málið er dautt.

Gerast Völsungur

captcha