Leikmenn meistaraflokks kvenna

Leikmenn meistaraflokks kvenna Nú er Íslandsmótið hálfnað hjá stelpunum í meistaraflokki. Hér ber að líta litla kynningu á leikmönnum liðsins.

Fréttir

Leikmenn meistaraflokks kvenna

Nú er Íslandsmótið hálfnað hjá stelpunum í meistaraflokki. Hér ber að líta litla kynningu á leikmönnum liðsins.

Við minnum á leik liðsins laugardaginn 15. júlí kl. 14:00.

 

Fullt nafn: Allison Christine Cochran

Gælunafn: Alli 

Aldur: 23

Hjúskaparstaða? Einhleyp

Börn? Engin börn

Staða á vellinum: Miðja

Besti samherjinn? Bella

Sætasti sigurinn? Sigurinn á móti Gróttu

Besti leikmaður sem þú hefur mætt: Ekki viss 

Ef þú fengir að velja einn leikmann úr öðru íslensku liði í þitt lið: Ekki viss 

Uppáhalds staður á Íslandi: Uppáhaldsstaðurinn er við vatnið rétt utan við bæinn        

Hvenær lékstu þinn fyrsta leik með meistaraflokki: Fyrsti leikurinn var á afmælinu mínu á móti strákunum eða 13. maí á móti Álftanesi

Staðreynd um þig: Ég er frá littlum bæ í Alabama sem kallast Chelsea og er litlu stærri en Húsavík og ég er ein af tveimur útlendingum í liðinu.

 

 

Fullt nafn: Arna Benný Harðardóttir

Gælunafn: Benný

Aldur: 29 ára

Hjúskaparstaða? Gift

Börn? Á einn strák

Staða á vellinum: Yfirleitt í miðverði eða bakverði

Besti samherjinn? Hef haft þá ansi marga góða en Gígja systir á þó þann titil.

Sætasti sigurinn? Það er á móti Selfossi í næst síðasta leik í Pepsi 2012, það geggjaða ár! Þá unnum við í Þór/Ka 9-0 á Þórsvelli og tryggðum okkur Íslandsmeistaratitilinn! Fæ bara gæsahúð við það að hugsa um þetta!

Besti leikmaður sem þú hefur mætt: Held ég verði að segja þegar ég mætti Yuki Nagasato í liði Potsdam í Meistaradeild UEFA.

Ef þú fengir að velja einn leikmann úr öðru íslensku liði í þitt lið: Draumur að fá Gígju systur aftur með mér í grænt.

Uppáhalds staður á Íslandi: Hamrar í Reykjadal, þar sem ræturnar liggja.

Hvenær lékstu þinn fyrsta leik með meistaraflokki: 25.maí 2006.

Staðreynd um þig: Spilaði í fyrsta skipti 11 manna bolta árið 2006!

 

Fullt nafn:Arney Kjartansdóttir
Gælunafn:Adda
Aldur:15 ára
Hjúskaparstaða:Lausu
Börn:engin
Staða á vellinum:vinstri kantur
Besti Samherjinn:Elfa og Áslaug
Sætasti sigurinn:þegar við vorum á rey-cup
Besti leikmaður sem þú hefur mætt:ekki hugmynd
Ef þú fengir að velja einn leikmann úr íslensku liði í þitt:
Uppáhaldsstaður á Íslandi:Tjörnes og Lundey
Hvenær lékstu þinn fyrsta leik með meistaraflokki:
Staðreynd um þig:Ég er örfætt


Fullt nafn: Arnhildur Ingvarsdóttir

Gælunafn: ekkert

Aldur: 17

Hjúskaparstaða? Lausu, sc-arnhildurr ;)

Börn? Neib

Staða á vellinum: vinstri bak og miðja

Besti samherjinn? Áslaug Munda

Sætasti sigurinn? Alltaf gaman að vinna

Besti leikmaður sem þú hefur mætt: veit ekki

Ef þú fengir að velja einn leikmann úr öðru íslensku liði í þitt lið: Sandra Stephany Mayor

Uppáhalds staður á Íslandi: Húsavík er best

Hvenær lékstu þinn fyrsta leik með meistaraflokki: 2015

Staðreynd um þig: Ég lék í Game of Thrones

 

Fullt nafn: Árdís Rún Þráinsdóttir

Gælunafn: Dísa

Aldur: 16 ára

Hjúskaparstaða:  Á Lausu, Sc-ardisrun

Börn: 0

Staða á vellinum: varnarmaður

Besti samherjinn: Áslaug Munda

Sætasti sigurinn: Þegar við vorum í 4. flokki og vorum að keppa á Fjarðarálsmótinu og seinasti leikurinn okkar endaði með jafntefli og það þurfti að kasta upp á það hvort við myndum vinna mótið eða vera í 2 sæti og við unnum.

Besti leikmaður sem þú hefur mætt: Ég veit ekki

Ef þú fengir að velja einn leikmann úr öðru íslenski liði í þitt lið: Margrét Lára

uppáhalds staður á Íslandi: Húsavík

Hvenær léksti þinn fyrsta leik með meistaraflokki: í fyrra

Staðreynd um þig: Ég er eiginlega alltaf meidd

 

Fullt nafn: Áslaug Munda Gunnlaugsdóttir

Gælunafn: Slauga

Aldur: 16

Hjúskaparstaða? Lausu

Börn? 0

Staða á vellinum: Kantur

Besti samherjinn? Kayla

Sætasti sigurinn? Man bara eftir seinustu leikjum. Ég segji þegar við unnum Gróttu 5-4 

Besti leikmaður sem þú hefur mætt: Úr yngri flokkum man ég helst eftir Karólínu Jack

Ef þú fengir að velja einn leikmann úr öðru íslensku liði í þitt lið: Fanndísi Friðriksdóttur

Uppáhalds staður á Íslandi: Öxarfjörður

Hvenær lékstu þinn fyrsta leik með meistaraflokki: Mars 2016 minnir mig

Staðreynd um þig: Finnst sólkjarnarúgbrauð með kæfu og rauðrófum virkilega gott!

 

Fullt nafn:  Ragnheiður Ísabella Víðisdóttir

Gælunafn: Bella

Aldur: verð 18 ára í desember

Hjúskaparstaða? Pass

Börn? Nei

Staða á vellinum: Bakvörður/Kanntur

Besti samherjinn? Jana björg

Sætasti sigurinn? Það er alltaf gaman að vinna Tindastól og Þór.

Besti leikmaður sem þú hefur mætt: Jesse shugg

Ef þú fengir að velja einn leikmann úr öðru íslensku liði í þitt lið: Sandra Stephany Mayor
Uppáhalds staður á Íslandi: Akureyri

Hvenær lékstu þinn fyrsta leik með meistaraflokki: 2014

Staðreynd um þig: Ég átti einu sinni svín #beikon

 

Fullt nafn:  Bergdís Björk Jóhannsdóttir    

Gælunafn: Er stundum kölluð Begga

Aldur: Ég er 16 ára

Hjúskaparstaða? Á lausu, Sc- bergdis15

Börn? Núll

Staða á vellinum: Ég er miðvörður

Besti samherjinn? Áslaug Munda Gunnlaugsdóttir

Sætasti sigurinn? Það er alltaf gaman að vinna, en það er sérstaklega gaman að vinna heimaleik.

Besti leikmaður sem þú hefur mætt: Man ekki eftir neinni sérstakri.

Ef þú fengir að velja einn leikmann úr öðru íslensku liði í þitt lið: Hún er reyndar ekki í neinu liði en ég væri til í að fá Ágústu Tryggvadóttur í liðið

Uppáhalds staður á Íslandi: Húsavík

Hvenær lékstu þinn fyrsta leik með meistaraflokki: Í fyrra

Staðreynd um þig: Ég get borðað 7 pylsur í brauði í einni máltíð

 

Fullt nafn: Dagbjört Ingvarsdóttir

Gælunafn: Dagga / Dabba

Aldur: 21 árs

Hjúskaparstaða? Í sambandi

Börn? Engin

Staða á vellinum: Miðja

Besti samherjinn? Harpa og Kayla deila þessu

Sætasti sigurinn? 1-0 sigrar eftir baráttu allan leikinn eru alltaf sætastir

Besti leikmaður sem þú hefur mætt: Dagný Brynjarsdóttir

Ef þú fengir að velja einn leikmann úr öðru íslensku liði í þitt lið: Harpa Þorsteinsdóttir

Uppáhalds staður á Íslandi: Húsavík í geggjuðu veðri

Hvenær lékstu þinn fyrsta leik með meistaraflokki: Í lengjubikar 2012

Staðreynd um þig: Ég hef leikið í Game of Thrones

Fullt nafn:Elfa Mjöll Jónsdóttir

Gælunafn:Ella

Aldur:15 ára

Hjúskaparstaða: ég er einhleyp

Börn 0

Staða á vellinum: kantur og frammi

Besti samherjinn? kayla

Sætasti sigurinn? úrslitaleikurinn á stefnumótinu á móti Þór í 4 flokki

Besti leikmaður sem þú hefur mætt veit það ekki

Ef þú fengir að velja einn leikmann úr öðru íslensku liði í þitt lið: veit það ekki

Uppáhalds staður á Íslandi: Laxamýri

Hvenær lékstu þinn fyrsta leik með meistaraflokki: í fyrra

Staðreynd um þig: síðan ég man eftir mér hef ég verið með fóbíu fyrir tyggjói sem búið er að tyggja

 

Fullt nafn: Guðrún María Guðnadóttir

Gælunafn: Gúja

Aldur: verða 16

Hjúskaparstaða? Á föstu

Börn? Nei

Staða á vellinum: djúp miðja

Besti samherjinn? Kayla

Sætasti sigurinn? Þegar við unnum úrslitaleik á fjarðarálsmótinu 2014 í peningakasti

Besti leikmaður sem þú hefur mætt: áslaug munda

Ef þú fengir að velja einn leikmann úr öðru íslensku liði í þitt lið:fanndís friðriksdóttir

Uppáhalds staður á Íslandi: sultir í kelduhverfi

Hvenær lékstu þinn fyrsta leik með meistaraflokki: sumarið 2016

Staðreynd um þig: ég borða engan fisk nema bleikan fisk

 

Fullt nafn: Harpa Ásgeirsdóttir

Gælunafn: ekkert

Aldur: 31

Hjúskaparstaða: Í sambúð með Kjartani Páli

Börn? 2 stelpur, Ísabella Anna og Lovísa Rut

Staða á vellinum: miðjumaður

Besti samherjinn? Það eru nokkrar... Ég, Begga og Hafrún vorum farnar að þekkja  hvor aðra ansi vel. Í dag er mjög gott að hafa Dagbjörtu við hliðina á sér og Jönu fyrir aftan sig.

Sætasti sigurinn: Ég man eftir leik í úrslitakeppninni í 1. deild árið 2009. Við unnum HK/Víking 1-0 á útivelli eftir að hafa gert 1-1 jafntefli við þær á heimavelli. Þetta var einstaklega sætur sigur þar sem að við komumst áfram í 4 liða úrslit.

Besti leikmaður sem þú hefur mætt: Sara Björk Gunnarsdóttir og Dóra María Lárusdóttir

Ef þú fengir að velja einn leikmann úr öðru íslensku liði í þitt lið: Fanndís Friðriks

Uppáhalds staður á Íslandi: Ætli það sé ekki bara bústaðurinn hans Einars í Kinninni. Það er alltaf gott veður þar.

Hvenær lékstu þinn fyrsta leik í meistaraflokki: 2003 með Þór/KA, 2006 með Völsungi.

Staðreynd um þig: Fyrsta mánuð ævi minnar hét ég Harshani.

 -

Fullt nafn: Helga Jóhannsdóttir

Gælunafn: Pass

Aldur: 21

Hjúskaparstaða? Í sambúð

Börn? 1 lítil stelpa

Staða á vellinum: Miðvörður/markmaður

Besti samherjinn? Án efa er það hún Jana Björg, alltaf hægt að treysta á hana.

Sætasti sigurinn? Mjög góðar minningar frá sumrinu 2012 þar sem 3. flokkur kvenna stóð sig með príði. En leikur sem stendur uppúr er viðureign gegn KR í undanúrslitum það árið.

Besti leikmaður sem þú hefur mætt: Sandra María Jessen

Ef þú fengir að velja einn leikmann úr öðru íslensku liði í þitt lið: Berglind ósk Kristjánsdóttir... snillingur.

Uppáhalds staður á Íslandi: Öxarfjörður eða Reykjahverfi.

Hvenær lékstu þinn fyrsta leik með meistaraflokki: Fyrsti leikur á Íslandsmóti var árið 2013

Staðreynd um þig: Hef aldrei labbað uppá Húsavíkurfjall né farið Botnsvatnshringinn.

 

Fullt nafn: Hulda Ösp Ágústsdóttir

Gælunafn: Ekkert

Aldur: 18 ára

Hjúskaparstaða? Föstu

Börn? 0

Staða á vellinum: Vinstri kantur

Besti samherjinn? Jana og Lovísa

Sætasti sigurinn? Það er alltaf gaman að vinna

Besti leikmaður sem þú hefur mætt: Dettur engin í hug

Ef þú fengir að velja einn leikmann úr öðru íslensku liði í þitt lið: Fanndís Friðriks
Uppáhalds staður á Íslandi: Húsavík

Hvenær lékstu þinn fyrsta leik með meistaraflokki: 2014

Staðreynd um þig: Ég er örfhent en geri samt allt annað en að skrifa með hægri

 

Fullt nafn: Jana Björg Róbertsdóttir

Gælunafn: Jane

Aldur: 19

Hjúskaparstaða? Á lausu – sc. janaroberts97

Börn? Engin.

Staða á vellinum: Miðvörður.

Besti samherjinn? Mjög ánægð með liðið mitt núna, alltaf gott samt að hafa Hörpu og Dagbjörtu fyrir framan mann.

Sætasti sigurinn? Það var alltaf skemmtilegast að vinna KS/Leiftur í yngri flokkum. Töpuðum yfirleitt en fyrir einn lekinn kom Jói Kr. með þvílíka peppræðu fyrir leikinn og við mættum brjálaðar til leiks eftir hana. Gerðum útaf við leikinn eftir 20 mín og leikurinn endaði 8-0 fyrir Völsung.

Besti leikmaður sem þú hefur mætt: Varð starstrucked í fyrsta skipti inná vellinum þegar ég mætti Dagnýju Brynjars, svakalegur leikmaður!

Ef þú fengir að velja einn leikmann úr öðru íslensku liði í þitt lið: Hallbera Gísla er grjóthörð.

Uppáhalds staður á Íslandi: Bárðardalur og Þrastarlundur í Öxafirði.

Hvenær lékstu þinn fyrsta leik með meistaraflokki: Í 2-0 sigri á móti Fjarðabyggð í Lengjunni árið 2012.

Staðreynd um þig: Náði að slíta krossbönd í báðum hnjám áður en ég varð 18. ára.+

 

Fullt nafn:Karólína Pálsdóttir

Gælunafn:Karó

Aldur: 20

Hjúskaparstaða? Á lausu

Börn? 0

Staða á vellinum: Bakvörður

Besti samherjinn? Jana Björg

Sætasti sigurinn?Allir sigrar eru sætir

Besti leikmaður sem þú hefur mætt:Pass

Ef þú fengir að velja einn leikmann úr öðru íslensku liði í þitt lið: Sandra Stephany Mayor í Þór/Ka er helvíti góð

Uppáhalds staður á Íslandi:Tjörnes

Hvenær lékstu þinn fyrsta leik með meistaraflokki:2014

Staðreynd um þig: Get snert nefið með tungunni

 

 

Fullt nafn: Krista Eik Harðardóttir 

Gælunafn: á ekkert gælunafn

Aldur:16 ára 

Hjúskaparstaða? Er á lausu sc: kristaeik

Börn? Engin börn

Staða á vellinum:hægri kantur

Besti samherjinn? Kayla

Sætasti sigurinn?peningakastið á fjarðarálsmótinu

Besti leikmaður sem þú hefur mætti: veit ekki

Ef þú fengir að velja einn leikmann úr öðru íslensku liði í þitt lið: veit ekki

Uppáhalds staður á Íslandi: Húsavík

Hvenær lékstu þinn fyrsta leik með meistaraflokki: í fyrra  í lengjunni

Staðreynd um þig: í 5.flokki borðaði ég ávöxt eða grænmeti oftast papríku á meðan við hituðum upp

Fullt nafn: Kristný Ósk Geirsdóttir

Gælunafn: á ekki

Aldur:17 ára

Hjúskaparstaða: single y'all. sc: kristny10

Staða á vellinum:Markmaður

Besti samherjinn Get ekki valið

Sætasti sigurinn: Fjarðarálsmótið 2014- fyrirliði í úslitaleiknum

Besti leikmaður sem þú hefur mætt: veit ekki

Ef þú fengir að velja einn leikmann úr öðru íslensku liði í þitt lið:veit ekki

Uppáhalds staður á Íslandi: heima á Húsavík

Hvenær lékstu þinn fyrsta leik með meistaraflokki: í Lengjunni 2017

Staðreynd um þig: í byrjun júní átti ég allt að 2 skópör; kuldaskó og takkaskó

Fullt nafn: Lovísa Björk Sigmarsdóttir

Gælunafn: Lóla eða Lobba

Aldur: 18 ára

Hjúskaparstaða? Á lausu

Börn? Engin

Staða á vellinum: Búin að vera mest frammi í sumar

Besti samherjinn? Kayla og Hulda Ösp, svo var Berglind Jóna mjög góður liðsfélagi þegar maður var að byrja í mfl

Sætasti sigurinn? Líklega á Gothia Cup þegar við unnum Knivsta IK 4-0 á Bravida og komumst í 16-liða úrslit

Besti leikmaður sem þú hefur mætt: Jesse Shugg, hún fór frekar illa með okkur í fyrra

Ef þú fengir að velja einn leikmann úr öðru íslensku liði í þitt lið: Begga Kristjáns

Uppáhalds staður á Íslandi: Húsavík og sumarbústaðurinn minn

Hvenær lékstu þinn fyrsta leik með meistaraflokki: 23.03.2014

Staðreynd um þig: Er óeðlilega hrædd við fugla

 

Fullt nafn: Sigrún Vala Hauksdóttir

Gælunafn: Stundum en sjaldan kölluð Sigga

Aldur: 20/21

Hjúskaparstaða: á lausu: sigrunvh

Börn: 0

Staða á vellinum: miðja/vörn

Besti samherjinn: Dagbjört, ég hef spilað með henni frá því ég byrjaði að æfa og þekki hana því nokkuð vel sem leikmann.

Sætasti sigurinn: Sumarið þegar að ég var í 3.flokk fórum taplausar í gegnum íslandsmótið og unnum svo KR 4-3 í framlengingu í undanúrslitum mótsins. Það var mjög sætur sigur og gott sumar.

Besti leikmaður sem þú hefur mætt: Það var oft erfitt að keppa á móti Þór í yngir flokkum og var Lillý Rut of erfið.

Ef þú fengir að velja þér einn leikmann úr öðru íslensku liði í þitt lið: Ég yrði að velja besta leikmann pepsí deildarinnar í ár Söndru Mayor. Annars væri líka gaman að fá Huldu Ósk aftur heim.

Uppáhalds staður á Íslandi: Húsavík á sumrin

Hvenær lékstu þinn fyrsta leik með meistaraflokki: 2013

Fullt nafn: Særún Anna Brynjarsdóttir

Gælunafn: Sæja/Sæsa

Aldur: 17 að verða 18

Hjúskaparstaða: pass

Börn: 0

Staða á vellinum: Hægri bakvörður

Besti samherjinn: Jana Björg

Sætasti sigurinn: Þegar við unnum Goðamótið 2010 í 5.flokk, kepptum úrslitaleikinn a móti Breiðablik og unnum 1-0

Besti leikmaður sem þú hefur mætt: Jesse Shugg

Ef þú fengir að velja einn leikmann úr öðru íslensku liði í þitt lið: Væri ekki á móti því að fá Söndru Stephany Mayor til okkar

Uppáhalds staður á Íslandi: Presthvammur er klárlega uppáhalds

Hvenær lékstu þinn fyrsta leik með meistaraflokki: 2014 á móti Sindra úti

Staðreynd um þig: Hef spilað 29 leiki fyrir meistaraflokk, það er 28 leikjum fleira en bræður mínir... til samans

 

 

 


Mynd augnabliksins

Íþróttafélagið Völsungur

Vallarhúsi- Auðbrekku 3
640 Húsavík

Styrktarreikningur: 0567-14-400839
Kt: 710269-6379
sími 8953302
volsungur@volsungur.is 

Póstlisti

Skráðu þig á póstlistann okkar.

Fylgdu okkur á Facebook

Það er alltaf eitthvað líf og fjör á facebook síðunni okkar. Skelltu einu LIKE á hana og málið er dautt.

Gerast Völsungur

captcha