Keppnisfer­ ß Su­urlandi­.

Keppnisfer­ ß Su­urlandi­. Mfl. li­ V÷lsungs fˇr Ý keppnisfer­ n˙ um helgina Su­ur til a­ spila vi­ Selfoss og Hauka Ý utandeildinni. Spilu­um ß

FrÚttir

Keppnisfer­ ß Su­urlandi­.

Jˇnas spila­i vel ß f÷studeginum.
Jˇnas spila­i vel ß f÷studeginum.
Mfl. lið Völsungs fór í keppnisferð nú um helgina Suður til að spila við Selfoss og Hauka í utandeildinni. Spiluðum á föstudagskvöldið kl. 21:00 á Selfossi.

Sá leikur var jafn og spennandi allt fram á síðustu mínútu þar sem Selfyssingar drógu lengra stráið og sigruðu að lokum 30-27. Völsungur var ekki með fullmannað lið vegna ýmissa forfalla og einungis 9 leikmenn klárir. Til að mynda gat hvorugur markmanna okkur verið með og fengum við Andra Birgis til að hlaupa í skarðið, stóð karl sig með ágætum. Ekki er loku fyrir það skotið að hann geti verið með okkur síðar ef á þarf að halda. Heilt yfir var undirritaður afar ánægður með þennan leik. Menn börðust allan tímann og gáfust aldrei upp. Má segja að hraðaupphlaupin okkar hafi ekki skilað nógu góðum árangri. Nýttum einungis eitt af fjölmörgum og varð til þess að við náðum ekki stigum út úr þessum leik. Jónas og Alexander voru markhæstir í leiknum. Jónas stóð sig mjög vel sem leikstjórnandi í fjarveru Bóba og Gunna Illuga og áttu Selfyssingar oft á tíðum í mesta basli með hann. Hilmar Kára spilaði þarna sinn fyrsta mfl. leik og stóð sig með prýði sem og aðrir leikmenn.

Á laugardeginum stóð til að keppa við Hauka í Strandgötunni kl. 15:00 samkvæmt mótaskrá HSÍ. Þegar þangað var komið komu húsverðir af fjöllum og könnuðust ekki við það að leikur í utandeildinni væri á dagskrá þennan dag. Ekki var neinn Haukaleikmaður sjáanlegur til að kanna þetta frekar. Eftir töluverða rekistefnu náðist í einhvern forsvarsmann Haukaliðsins og tjáði hann okkur að aldrei hefði staðið til að leika þennan leik við okkur. Við mættum bara flauta leikinn af og fara heim sælir og glaðir með okkar tvö stig. Jafnframt tjáði hann okkur að við mættum líka bóka önnur tvö stig í heimaleiknum þar sem þeir sæu sér ekki heldur fært að mæta þá einnig áttum við að vera sælir með það. Þetta náttúrulega er þvílík hneysa að varla er orðum á það komið. Við mættir á svæðið og það á heimavöll liðsins sem svo gefur leikinn. Þó svo að þetta sé í utandeildinni og fyrst og fremst eigi að hafa gaman af hlutunum þá hljóta menn að skilja að þarna er verið að leggja í töluverðan kostnað við það að koma sér á staðinn með tilheyrandi fyrirhöfn og hefði nú verið í lagi að láta okkur vita í tíma. Undirritaður spyr sjálfan sig að því hvers vegna HSÍ leggur nafn sitt við utanum hald deildarinnar ef menn geta hagað sér bara eins og þeim sýnist við leikframkvæmd og dagsetningar leikja. Fengum til að mynda fyrirspurn frá einu liðinu hvort við vildum ekki bara koma Suður og spila leik þar sem leikurinn gilti tvöfalt þannig að þeir þyrftu ekki að koma Norður! Einnig eru Sunnanliðin nánast öll annað hvort búin að fara fram á ótímabundna frestun á leikjum sínum á Húsavík eða þá gefa þá þannig að ekki er útlit fyrir marga heimaleiki þar eins og staðan er í dag. Einungis Selfoss hefur komið og eiga þeir þakkir skildar fyrir það. Þetta er komið út í algjört rugl og ekki hvetjandi fyrir okkur landsbyggðarliðin að taka þátt í þessum annars ágæta leik, utandeildarhandboltanum. Alla vega ekki með þessu fyrirkomulagi.

 

Jóhann Pálsson.


═■rˇttafÚlagi­ V÷lsungur

Vallarh˙si- Stˇragar­i 8
640 H˙savÝk

Kt. 710269-6379
S. 4642052 - F. 4642092 - Gsm. 8953302
volsungur@volsungur.is

Pˇstlisti

Skrß­u ■ig ß pˇstlistann okkar.

Fylgdu okkur ß Facebook

Það er alltaf eitthvað líf og fjör á facebook síðunni okkar. Skelltu einu LIKE á hana og málið er dautt.