Handboltaferđ 5.fl.

Handboltaferđ 5.fl. Um síđustu helgi var fariđ suđur ađ keppa i handbolta. Stelpurnar kepptu í Hafnarfirđi en strákarnir aftur á Seltjarnarnesi.

Fréttir

Handboltaferđ 5.fl.

Um síðustu helgi var farið suður að keppa i handbolta. Stelpurnar kepptu í Hafnarfirði en strákarnir aftur á Seltjarnarnesi.

Strákarnir byrjuðu eldsnemma á laugardeginum og áttu þar Þór í fyrsta leik. Eftir að hafa leitt allan leikinn náðu Þórsarar að knýja fram sigur á síðustu sekúndunum. Svo voru það ÍR-ingar var tapað aftur með nokkrum mörkum. Afturelding var næst í röðinni og var erfitt að stoppa stórskyttur þeirra og 5 marka tap staðreind. FH-ingar með Þorvarld "okkar" Sveinbjörnsson í broddi fylkingar þar var hörkuleikur á ferð og 14-12 tap. Í þessum leikjum stóðu strákarnir sig mjög vel og spiluðu oft á tíðum afar vel og sýndu að þeir hafa tekið miklum framförum núna í vetur. Vegna veðurs forfölluðust nokkur lið og fengu strákarnir að vera með b-lið. Þeir spiluðu 3 leiki sem töpuðust en mikill stígandi í leikjunum. Þess má geta að allir strákarnir náðu að skora fyrir utan markmennina en þeir vörðu oft á tíðum mjög vel.

Stelpurnar byrjuðu aftur seinnipartinn og spiluðu 3 leiki. Þar var á hallann að sækja. Þær lentu á móti Gróttu1 sem er með eitt af sterkustu liðum í þessum flokki og töpuðu fyrir þeim þrátt fyrir ágætan leik. Síðan spiluðu þær við HK, var jafnt á tölum framan af en HK seig fram úr í restina. Lokaleikurinn var á móti Víking og í þeim leik virtist allt loft farið úr stelpunum og töpuðu þeim leik stórt.

Ferðin var styttri en áætlað var vegna veðurs og var lagt af stað heim strax á laugardagskvöld og komið heim að sunnudagsmorgni.


Íţróttafélagiđ Völsungur

Vallarhúsi- Stóragarđi 8
640 Húsavík

Kt. 710269-6379
S. 4642052 - F. 4642092 - Gsm. 8953302
volsungur@volsungur.is

Póstlisti

Skráđu ţig á póstlistann okkar.

Fylgdu okkur á Facebook

Það er alltaf eitthvað líf og fjör á facebook síðunni okkar. Skelltu einu LIKE á hana og málið er dautt.