Tap fyrir sunnan.
11. nóvember 2007
strákarnir töpuðu báðum leikjum sínum fyrir sunnan um helgina.
Fyrri leikurinn var á móti FH þar töpuðu strákarnir 34-33 þar sem jafnt var á öllum tölum allan leikinn. Deginum seinna þá töpuðu þeir 38-23 á móti sterku liði Júmboys.
En svona til gamans þá má geta þess að í báðum þessum leikjum þá skiptu leikmenn heimaliðsins á að dæma leikinn. Þetta er erfitt að sætta sig við þar sem að við borgum dómurum fyrir að dæma heimaleiki hjá okkur.
Næsti heimaleikur verður 1.des og þá munu strákarnir vonandi snúa taflinu við.