Skemmtilegu Húsavíkurmóti lokiđ

Skemmtilegu Húsavíkurmóti lokiđ Skemmtilegu Húsavíkurmóti í handbolta er lokiđ. Mótinu lauk í gćrkvöldi međ verđlaunaafhendingu og kvöldvöku.

Fréttir

Skemmtilegu Húsavíkurmóti lokiđ

Skemmtilegu Húsavíkurmóti í handbolta er lokið. Mótinu lauk í gærkvöldi með verðlaunaafhendingu og kvöldvöku. Húsavíkurmótið er liður í Íslandsmóti 6. flokks kvenna, eldra ár. Þetta var lokamót vetrarins og því voru kringdir Íslandsmeistarar að móti loknu.

Mikil spenna var í Íslandsmótinu og réðust úrslitin ekki fyrr en í lokaleik mótsins. Þar mættust lið Hauka 1 og Gróttu 1. Bæði lið voru jöfn að stigum eftir mót vetrarins og réðust úrslitin á markatölu í innbyrðis viðureignum milli liðanna í vetur. Þar höfðu Haukar 1 betur og var munurinn einungis 3 mörk. Haukar 1 eru því Íslandsmeistarar 6. flokks kvenna eldra árs árið 2015.

Að leikjum loknum tók við kvöldvaka þar sem farið var í leiki ásamt því sem hinn árlegi þjálfara og farastjóra leikur fór fram við mikla kátínu áhorfenda. Í lok kvöldvökunnar voru síðan veitt verðlaun fyrir Húsavíkurmótið sjálft ásamt því sem Íslandsmeistarabikarinn fór á loft. Spilað var í 5 deildum í heildina og voru veitt verðlaun fyrir efsta sætið í hverri deild fyrir sig.

Haukar 1 unnu 1. deild A, ÍR 1 stóðu uppi sem sigurvegarar í 1. deild B, FH 1 bar sigur úr bítum í 2. deild A, Haukar 2 sigruðu í 2. deild B og að lokum unnu HK-Kór 2 3. deildina. Öll frekari úrslit úr mótinu má nálgast HÉR.

Mótið gekk gríðarlega vel fyrir sig og voru iðkendur sér og sínum liðum til sóma. Handknattleiksdeildin vill einnig nota tækifærið og þakka öllum sjálfboðaliðum og styrktaraðilum sem komu að mótinu á einn eða annan hátt fyrir sitt framlag.

 


Íţróttafélagiđ Völsungur

Vallarhúsi- Stóragarđi 8
640 Húsavík

Kt. 710269-6379
S. 4642052 - F. 4642092 - Gsm. 8953302
volsungur@volsungur.is

Póstlisti

Skráđu ţig á póstlistann okkar.

Fylgdu okkur á Facebook

Það er alltaf eitthvað líf og fjör á facebook síðunni okkar. Skelltu einu LIKE á hana og málið er dautt.