Öđrum degi Húsavíkurmótsins lokiđ.
20. apríl 2007
Þá er öðrum degi Húsavíkurmótsins að ljúka, keppni lokið og krakkarnir farnir að hrista á sér skankana eftir taktfastri tónlist. Dagurinn allur vel heppnaður, hart tekist á inni á vellinum en allir sáttir utan vallar. Víðfrægur fararstjóra og þjálvaraleikur var spilaður í lok dagsins og endaði leikurinn með sigri annars liðsins. Almenn ánægja ríkir á svæðinu og hefur allt heppnast í alla staði vel. Besta kveðja frá mótsstjórn. Niðurstaða dagsins sést hér fyrir neðan.