Húsavíkurmótið í handbolta um helgina

Húsavíkurmótið í handbolta um helgina Húsavíkurmótið í handbolta fer fram um helgina, 25.-26. apríl. Mótið er liður í íslandsmóti 6. flokks kvenna, eldra

Fréttir

Húsavíkurmótið í handbolta um helgina

Húsavíkurmótið í handbolta fer fram um helgina, 25.-26. apríl. Mótið er liður í íslandsmóti 6. flokks kvenna, eldra ár. Þetta er síðasta mót vetrarins í þessum aldursflokki og því verða kringdir íslandsmeistarar að móti loknu.

Að þessu sinni eru 23 lið frá 13 félögum skráð til leiks og má búast við tæplega 170 þátttakendum. Ef þjálfarar, farastjórar og foreldrar eru taldir með að þá má búast við að það verði aukning í bænum um 250 manns.

Mótið er árlegur liður í starfi handknattleiksdeildarinnar og hefst það á laugardagsmorgun klukkan 10:00. Stefnt er á mótslit klukkan 13:00 á sunnudeginum. 

það má því búast við miklu lífi í kringum íþróttahöllina um helgina og eru áhugasamir hvattir til að kíkja við í íþróttahöllinni um helgina þar sem efnilegar handboltastúlkur munu leika lystir sínar.

Leikjaplan mótsins liggur fyrir og má nálgast það HÉR.


Íþróttafélagið Völsungur

Vallarhúsi- Stóragarði 8
640 Húsavík

Kt. 710269-6379
S. 4642052 - F. 4642092 - Gsm. 8953302
volsungur@volsungur.is

Póstlisti

Skráðu þig á póstlistann okkar.

Fylgdu okkur á Facebook

Það er alltaf eitthvað líf og fjör á facebook síðunni okkar. Skelltu einu LIKE á hana og málið er dautt.