Háspennu sigur í gryfjunni!
Okkar menn gerðu sér lítið fyrir og unnu frækinn eins marks sigur 34-33. Leikurinn byrjaði í járnum en svo smá saman tóku Selfyssingar yfirhöndina og leiddu 18-14 í hálfleik. En allt annað Völsungslið kom út úr búningsherbergjum í síðari hálfleik og voru fljótt komnir yfir. En Selfyssingar náðu loks að jafna aftur í 33-33 en þegar örfár sekúndur voru eftir þá fengu Völsungar víti og skoraði Bóbi úr því og tryggði okkar mönnum nauman eins marks sigur. Mörk okkar manna skiptast þannig:Alexander 8, Gunnar Illugi 7, Bóbi 5,Einar Gestur 4, Jónas 3, Gunni Siggi 3, Daníel 2, Unnar 1 og Bjarki Breiðfjörð 1.
Viljum við þakka þeim fjölmörgu sem komu í höllinu og vonumst við til að sjá sem flesta á leikjum hjá okkur í vetur.