Frábćr ferđ 5.fl. í handboltanum!

Frábćr ferđ 5.fl. í handboltanum! Um síđustu helgi fóru 5.fl. karla og kvenna suđur í keppnisferđ. Óhćtt er ađ segja ađ um góđa ferđ hafi veriđ ađ rćđa!

Fréttir

Frábćr ferđ 5.fl. í handboltanum!

Um síðustu helgi fóru 5.fl. karla og kvenna suður í keppnisferð. Óhætt er að segja að um góða ferð hafi verið að ræða!

Strákarnir gerðu sér lítið fyrir og unnu sig upp um deild og það þýðir að hár þjálfarans fær að fjúka. A-liðið lenti í 2.sæti í sínum riðli og unnu Val og ÍBV í tvígang en þurftu að lúta tvisvar í gras fyrir sterku liði Hauka. C-liðið keppti 4 leiki og unnu 1 og töpuðu hinum naumlega. Óhætt er að segja að strákarnir hafi staðið sig vel innan vallar sem utan.

Stúlkurnar stóðu sig einnig vel og unnu alla sína leiki örugglega! Hægt er að segja að markvarsla og vörn hafi verið lykillinn að góðri helgi. Mörg hraðaupphlaupsmörk í kjölfar góðrar markvörslu. Unnust allir leikirnir með 6-10 mörkum.

Handknattleiksdeildin bauð upp á að við gætum farið með flugi og óhætt er að segja að það hafi vakið mikla lukku meðal leikmanna og þjálfara.


Íţróttafélagiđ Völsungur

Vallarhúsi- Stóragarđi 8
640 Húsavík

Kt. 710269-6379
S. 4642052 - F. 4642092 - Gsm. 8953302
volsungur@volsungur.is

Póstlisti

Skráđu ţig á póstlistann okkar.

Fylgdu okkur á Facebook

Það er alltaf eitthvað líf og fjör á facebook síðunni okkar. Skelltu einu LIKE á hana og málið er dautt.