Bikarkeppni HSÍ

Bikarkeppni HSÍ Sunnudaginn 23. Október spilađi liđ Völsungs viđ úrvalsdeildarliđ Gróttu í Bikarkeppni Handknattleikssambandsins. Gróttumenn mćttu til

Fréttir

Bikarkeppni HSÍ

Sunnudaginn 23. Október spilaði lið Völsungs við úrvalsdeildarlið Gróttu í Bikarkeppni Handknattleikssambandsins.

Gróttumenn mættu til Húsavíkur með sitt sterkasta lið og unnu nokkuð auðveldan sigur á baráttuglöðum Völlurum. Leikurinn var hin besta skemmtun og mætti nokkur fjöldi áhorfenda til að styðja heimamenn.

Lið Völsungs er lið kynslóðanna og má í því nefna að 2 pör feðga spila með liðinu, Jói Páls og Aðalbjörn og Diddi Dabba og Jón Ásþór. Í leiknum gegn Gróttu var um 30. ára aldursmunur á elsta og yngsta leikmanni Völsungs.

Næsti leikur í utandeildarkeppninni er við Gróttu og verður hann spilaður Laugardaginn 5. Nóvember kl 15:00

 


Íţróttafélagiđ Völsungur

Vallarhúsi- Stóragarđi 8
640 Húsavík

Kt. 710269-6379
S. 4642052 - F. 4642092 - Gsm. 8953302
volsungur@volsungur.is

Póstlisti

Skráđu ţig á póstlistann okkar.

Fylgdu okkur á Facebook

Það er alltaf eitthvað líf og fjör á facebook síðunni okkar. Skelltu einu LIKE á hana og málið er dautt.