Bikarkeppni HSÍ
Sunnudaginn 23. Október spilaði lið Völsungs við úrvalsdeildarlið Gróttu í Bikarkeppni Handknattleikssambandsins.
Gróttumenn mættu til Húsavíkur með sitt sterkasta lið og unnu nokkuð auðveldan sigur á baráttuglöðum Völlurum. Leikurinn var hin besta skemmtun og mætti nokkur fjöldi áhorfenda til að styðja heimamenn.
Lið Völsungs er lið kynslóðanna og má í því nefna að 2 pör feðga spila með liðinu, Jói Páls og Aðalbjörn og Diddi Dabba og Jón Ásþór. Í leiknum gegn Gróttu var um 30. ára aldursmunur á elsta og yngsta leikmanni Völsungs.
Næsti leikur í utandeildarkeppninni er við Gróttu og verður hann spilaður Laugardaginn 5. Nóvember kl 15:00