5.fl.kk kepptu fyrir sunnan um helgina.
20. nóvember 2007
Strákarnir í 5.fl.kk í handbolta fóru suður um helgina og tóku þátt í sínu fyrsta móti á þessu tímabili.Strákarnir voru í riðli með ÍBV, Fylki og Þór og spiluð var tvisvar við hvert lið. Á laugardeginum spiluðu strákarnir fyrst við Fylki og fundu strákarnir sig ekki í þeim leik og töpuðu 17-11, næst spiluðu strákarnir við þórsara og töpuðu aftur en nú í miklum spennuleik 10-8 og svo síðasti leikur laugardagsins var á móti ÍBV og aftur töpuðu strákarnir naumlega eða 10-9. Á sunnudeginum byrjuðu strákarnir aftur á Fylki og þegar 12sek voru eftir af þeim leik jafna okkar menn, Fykismenn drífa sig upp að taka miðjunna og fá aukakast og þá rennur leiktíminn út svo bara aukakastið eftir ná Fylkir að skora úr aukakastinu og vinna þar með 13-12. Næst voru það Þórsarar og var það jafn leikur framan af og staðan í hálfleik 4-4 en Völsungar spiluðu frábærlega seinni hálfleikinn og unnu 11-6 og svo seinasti leikur mótsins var á móti ÍBV og unnu Völsungar þar 15-12 frekar sannfærandi. En það má segja að strákarnir hafi staðið sig mjög vel á mótinu þó svo að það hafi ekki komið eins mörg stig og strákarnir hafi átt skilið.