4 flokkur drengja
16. nóvember 2011
4 flokkur drengja heldur til Reykjavíkur um komandi helgi og etur kappi við Gróttu 2 og Víking í Íslandsmótinu.
Leikið verður við Gróttu 2 á föstudagskvöldi og á laugardegi við Víkinga.
Mótið byrjaði vel þegar sigur vannst á KA 2 á Húsavík í fyrsta leik, úrslit urðu 31-20 Völsungi í vil og því hófst mótið mjög vel fyrir okkar menn.
Heimasíðan óskar okkar drengjunum góðs gengis um helgina.