5. fl. stúlkna í handbolta keppa undir nýju nafni

5. fl. stúlkna í handbolta keppa undir nýju nafni 5. fl. stúlkna í handbolta keppir helgina 28-30 Nóv n.k. í Reykjavík. Nú ber svo við að það búið

Fréttir

5. fl. stúlkna í handbolta keppa undir nýju nafni

5. fl. stúlkna í handbolta keppir helgina 28-30 Nóv n.k. í Reykjavík. Nú ber svo við að það búið að skipta 5. flokknum upp, þannig að yngra og eldra árið keppa hvort fyrir sig. Völsungur sendir lið til keppni á eldra ári og þar sem ekki næst í fullt lið hefur verið tekin ákvörðun um að sameina lið Völsungs og Víkings og keppa þau undir nafninu Húsvíkingur. Mikill áhugi er fyrir þessu fyrirkomulagi hjá báðum félögum og verður gaman að sjá hvernig til tekst, enda hefur myndast gott samstarf á milli félaganna á síðustu árum.  Ekki má gleyma því að Jóa Údda spilaði í marki Víkings á árunum 79-82 við góðan orðstír, meðal annars undir stjórn Bogdans.


Íþróttafélagið Völsungur

Vallarhúsi- Stóragarði 8
640 Húsavík

Kt. 710269-6379
S. 4642052 - F. 4642092 - Gsm. 8953302
volsungur@volsungur.is

Póstlisti

Skráðu þig á póstlistann okkar.

Fylgdu okkur á Facebook

Það er alltaf eitthvað líf og fjör á facebook síðunni okkar. Skelltu einu LIKE á hana og málið er dautt.