2 sigrar um helgina
4. flokkur karla spilaði 2 leiki í Reykjavík um helgina í Íslandsmótinu í Handknattleik.
Völsungar spiluðu við ÍR á föstudagskvöldið í hörkuleik, okkar menn höfðu að lokum sigur eftir mikla baráttu á lokamínutum leiksins. Þegar rúmlega 1 mínúta var eftir af leiknum höfðu ÍR-ingar 2ja marka forystu en Völsungum tókst með mikilli baráttu að jafna og skora sigurmarkið úr vítakasti þegar örfáar sekuntur voru til leiksloka. Lokatölur 22-21 fyrir Völsunga.
Á laugardegi var leikið gegn gamla stórveldinu Víkingi, skemmst er frá því að segja að okkar menn höfðu nokkra yfirburði og voru 15-7 yfir í hálfleik og sigruðu að lokum með 26 mörkum gegn 17 mörkum heimamanna.
Völsungar allir að standa sig vel og miklar framfarir í hópnum.
Liðið hefur nú leikið 3 leiki í Íslandsmótinu og allir hafa þeir unnist sem er frábær árangur.
Hér er hægt að fylgjast með stöðunni í deildinni og næstu leikjum, http://hsi.is/Motamal/mot_0800002046.htm