Jólaþorp Völsungs vel heppnað

Jólaþorp Völsungs vel heppnað Jólaþorp Völsungs fór fram um síðastliðna helgi í sal Borgarhólsskóla og var í umsjón Fimleikadeildarinnar.

Fréttir

Jólaþorp Völsungs vel heppnað

Jólaþorp Völsungs fór fram um síðastliðna helgi í sal Borgarhólsskóla og var í umsjón Fimleikadeildarinnar. Er þetta í fjórða skipti sem jólaþorpið er haldið og er viðburðurinn greinilega kominn til að vera. Jólaþorpið var virkilega vel lukkað og voru alls 15 aðilar með bása á staðnum.

Jólaþorpið opnaði klukkan 11:00 og var til 16:00 á laugardaginn var, 28. nóvember. Fjöldi fólks lagði leið sína á jólaþorpið og voru allir aðilar ánægðir með framkvæmd dagsins.

Eins og fram hefur komið var jólaþorpið í umsjá Fimleikadeildarinnar sem stefnir á æfingaferð til Ollerup næsta sumar.


Íþróttafélagið Völsungur

Vallarhúsi- Stóragarði 8
640 Húsavík

Kt. 710269-6379
S. 4642052 - F. 4642092 - Gsm. 8953302
volsungur@volsungur.is

Póstlisti

Skráðu þig á póstlistann okkar.

Fylgdu okkur á Facebook

Það er alltaf eitthvað líf og fjör á facebook síðunni okkar. Skelltu einu LIKE á hana og málið er dautt.