Jólaþorp Völsungs vel heppnað
03. desember 2015
Jólaþorp Völsungs fór fram um síðastliðna helgi í sal Borgarhólsskóla og var í umsjón Fimleikadeildarinnar. Er þetta í fjórða skipti sem jólaþorpið er haldið og er viðburðurinn greinilega kominn til að vera. Jólaþorpið var virkilega vel lukkað og voru alls 15 aðilar með bása á staðnum.
Jólaþorpið opnaði klukkan 11:00 og var til 16:00 á laugardaginn var, 28. nóvember. Fjöldi fólks lagði leið sína á jólaþorpið og voru allir aðilar ánægðir með framkvæmd dagsins.
Eins og fram hefur komið var jólaþorpið í umsjá Fimleikadeildarinnar sem stefnir á æfingaferð til Ollerup næsta sumar.