Ćfingaferđ til Ollerup

Ćfingaferđ til Ollerup Fimleikadeild Völsungs dvaldi viđ ćfingar í Ollerup í Danmörku vikuna 4.-8. ágúst sl.

Fréttir

Ćfingaferđ til Ollerup

Fimleikadeild Völsungs dvaldi við æfingar í Ollerup í Danmörku vikuna 4.-8. ágúst sl. við frábærar aðstæður undir stjórn magnaðra þjálfara. Hópurinn sem lagði af stað frá Húsavík laugardaginn 2. ágúst samanstóð af 13 stelpum, einum strák, sex foreldrum, fararstjóra og þjálfara. Krakkarnir tóku miklum framförum þessa viku og tóku virkan þátt í öllu því sem í boði var, má þar nefna parkour, dýfingar, bogfimi og klifur. Að loknum æfingabúðunum var dvalið í Kaupmannahöfn í tvo daga. Þar var verslað, farið í Tívolí og Konungshöllin skoðuð.

Það voru þreyttir en ánægðir ferðalangar er lentu á Aðaldalsflugvelli sunnudaginn 10. ágúst. Völsungur má vera ánægður og stoltur af svo frábærum krökkum sem stóðu sig vel í öllu því er þau tóku sér fyrir hendur. Má þar nefna að þeir sáu um dagskráratriði á kvöldvöku sem haldnar voru á hverju kvöldi. Þar kynntu krakkarnir Húsavík við dynjandi tónlist Skálmaldar og að lokum sungu þau lagið á Sprengisandi.

Við látum nokkrar myndir af ferðinni fylgja. Með því að Ýta á yndirnar má sjá þær stærri.

Takk fyrir frábæra ferð.

Guðrún Kristinsdóttir


Íţróttafélagiđ Völsungur

Vallarhúsi- Stóragarđi 8
640 Húsavík

Kt. 710269-6379
S. 4642052 - F. 4642092 - Gsm. 8953302
volsungur@volsungur.is

Póstlisti

Skráđu ţig á póstlistann okkar.

Fylgdu okkur á Facebook

Það er alltaf eitthvað líf og fjör á facebook síðunni okkar. Skelltu einu LIKE á hana og málið er dautt.