Fréttabréf haustannar 2012 í fimleikum

Fréttabréf haustannar 2012 í fimleikum Ţá er vetrarstarfiđ ađ byrja í fimleikadeildinni og tími til kominn ađ senda frá sér nokkrar upplýsingar til

Fréttir

Fréttabréf haustannar 2012 í fimleikum

FRÉTTABRÉF   FIMLEIKADEILDAR   VÖLSUNGS 

Þá er vetrarstarfið að byrja í fimleikadeildinni og tími til kominn að senda frá sér nokkrar upplýsingar til foreldra.

STJÓRNÍ stjórn sitja sem fyrr Emilía Aðalsteinsdóttir formaður, Guðrún Kristinsdóttir yfirþjálfari, Inga Stína Steinbergsdóttir, Kristjana Ríkey Magnúsdóttir og Helga Þuríður Árnadóttur sem situr sem varamaður.

ÆFINGATÍMAR Æfingatímar verða á mánudögum og miðvikudögum í vetur. Tímarnir verða lokaðir öðrum en iðkendum, en fyrsta mánudag / miðvikudag í mánuði verða “foreldradagar”, þannig að foreldrar geti komið og fylgst með æfingu barna sinna. Einnig verður boðið upp á þrek fyrir iðkendur fædda 2002 og fyrr, ef þátttaka er næg. Eru þeir tímar fyrirhugaðir á föstudögum. Hér fyrir neðan má sjá tímasetningar hópunum:

                      Mánudagar                              Miðvikudagar

Yngsta stig (Y hópur) Börn fædd 2005-2007       kl. 16:00-17:00     kl. 16:00-17:00 

Miðstig 1 (M1 hópur) Börn fædd 2003-2004        kl. 16:00-17:15     kl. 16:00-17:15

Miðstig 2 (M2 hópur) Börn fædd 2000-2002        kl. 17:15-18:45     kl. 17:15-18:45  

Efsta stig (E hópur)  Börn fædd 1999 og eldri      kl. 17:15-19:15    kl. 17:15-19:15 

Þrek fyrir börn fædd 2002 og eldri ef næg þátttaka: Föstudagar kl. 15:30-16:30

ÞJÁLFUN - ÞJÁLFARARÍ vetur verður gerð sú breyting á þjálfun að hvert stig verður að öllu jöfnu með fasta þjálfara sem sinna þeim og bera ábyrgð á þjálfun hópsins. Allir iðkendur munu æfa hópfimleika, en almennir fimleikar eru smám saman að víkja fyrir þeim. Stefnt er að því að skipuleggja þjálfunina með þeim hætti að settar verði upp “stöðvar” sem hóparnir fara í gegnum í hverjum tíma. Þannig gæti æfingatíminn skipst t.d. í:  helmingur tímans á dýnu og helmingur tímans á áhöldum. Þannig munu fleiri en einn hópur “rótera á milli stöðva” í hverjum æfingatíma, en eins og sjá má þá er yngsta stig og miðstig 1 að æfa að miklu leyti  á sama tíma og miðstig 2 og efsta stig sömuleiðis að miklu leyti á sama tíma. 

Í vetur verða  sjö þjálfara sem skipta með sér þjálfuninni. Fyrsta skal telja Guðrúnu Kristinsdóttur, sem mun hafa yfirumsjón með þjálfunarmálunum ásamt því að þjálfa í forföllum og þegar með þarf. Elma Rún Þráinsdóttir og Jónína Rún Agnarsdóttir munu þjálfa efsta stig. Þóra Kristín Sigurðardóttir og Magnea Ósk Örvarsdóttir munu þjálfa miðstig 2. og miðstig 1. Halldóra Björg Þorvaldsdóttir, Huld Grímsdóttir, Jónína Rún Agnarsdóttir og Elma Rún Þráinsdóttir munu skipta með sér yngsta stiginu. Þegar ljóst er hversu margir iðkendur eru á hverju stigi, verður þetta plan yfirfarið til að sjá hvort þetta gengur svona upp. Gaman er frá því að segja að Elma Rún, Jónína Rún, Þóra Kristín og Magnea Ósk fóru allar á A stigs þjálfaranámskeið hjá Fimleikasambandi Íslands fyrstu helgina í september.

Við munum athuga hvort við getum fengið að koma með iðkendur (fædda 2004 og fyrr) í fimleikahöllina á Akureyri til þjálfunar, eins og gert var í fyrra. Á þessari stundu er ekki ljóst hvort af því getur orðið en sendur verður póstur þegar þetta er komið á hreint. 

Sömuleiðis höfum við hug á að kanna hvort hægt verði að halda æfingabúðir einhvern tíman í vetur, annað hvort hér á Húsavík eða í samvinnu við félög á norðaustur horninu og fá þá jafnvel þjálfara frá öðrum félögum til að koma að málum. Á þessari stundu er ekki ljóst hvort af því getur orðið en sendur verður póstur þegar þetta er komið á hreint. 

 

GJALDSKRÁ

Gjaldskrá fyrir haustönn verður sem hér segir:

Yngsta stig       börn fædd 2005-20072   klst. í vikuKr. 13.000

Miðstig  1         börn fædd 2003-20042,5 klst. í vikuKr. 16.300

Miðstig  2         börn fædd 2000-20023    klst. í vikuKr. 19.600

Efstastig      börn fædd 1999 og eldri        4    klst. í viku      Kr. 26.100

Verð fyrir þrek verður 3.000 kr

Systkinaafsláttur:  Fullt verð er greitt fyrir elsta barn, 25% afsláttur fyrir 2. barn (næst elsta barn) og 50% afsláttur fyrir 3. barn (yngsta barn).

Ganga skal frá greiðslu þann 1/10 fyrir allt  tímabilið. Þeir sem óska eftir að gjaldinu sé skipt, þurfa að hafa samband við Millu strax til að ganga frá því. 

Vinsamlegast leggið greiðsluna inn á reikning: 0567-26-795  kt:710269-6379 og setjið nafn barnsins í skýringu og sendið tilkynningu á netfangið ingastina@nordlenska.is   

Skoða verður hvort hægt verði að fara á mót á vorönn í hópfimleikum. Upplýsingar um þetta verða sendar þegar ljóst er hvað hentað gæti. 

FIMLEIKABÚNINGAR Þeir sem vilja kaupa eða selja notaða fimleikabúninga, vinsamlegast hafið samaband við Millu millaa@internet.is GSM: 897-3220. Stefnt er að því að panta nýja fimleikabúninga í kringum næstu mánaðarmót, en að lágmarki þarf að koma pöntun fyrir 10 iðkendur. Verð er væntanlega um kr. 9.000 með sendingarkostnaði. Áhugasamir láti Millu vita fyrir 26.09.

OLLERUP – ÆFINGABÚÐIR Eins og margir vita, þá fór hópur iðkenda 12 ára og eldri í viku æfingabúðir til Ollerup í Danmörk nú í ágústbyrjun. Það er skemmst frá því að segja, að ferðin tókst með miklum ágætum og voru iðkendur, fararstjórar og þeir foreldrar sem á svæðinu voru mjög ánægðir. Fagmennska var mikil hjá þeim í Ollerup og fjölbreytni í æfingum og almennnri þjálfun mikil. Stjórn fimleikadeildarinnar hefur því ákveðið að bjóða upp á þann möguleika að farið verði í æfingabúðir til Ollerup annað hvert ár fyrir iðkendur 12 ára og eldri, ef næg þátttaka fæst. Ýtarlegri upplýsingar verða sendar foreldrum þeirra barna sem um ræðir seinna á haustönn. 

FJÁRÖFLUN Stjórnin mun sækja um styrki fyrir deildina til áhaldakaupa. Ekki er búið að fastsetja með hvaða hætti fjáraflanir verða í vetur, en líklegt verður þó að telja að við munum hafa kökubasar á sýningum okkar, eins og svo oft áður. Þegar þetta skýrist verður foreldrum sent bréf þar að lútandi.

Við hlökkum til vetrarstarfsins með ykkur

Bestu kveðjur

Guðrún KristinsdóttirEmilía AðalsteinsdóttirInga Stína Steinbergsdóttir

Kristjana Ríkey MagnúsdóttirHelga Þuríður Árnadóttir


Íţróttafélagiđ Völsungur

Vallarhúsi- Stóragarđi 8
640 Húsavík

Kt. 710269-6379
S. 4642052 - F. 4642092 - Gsm. 8953302
volsungur@volsungur.is

Póstlisti

Skráđu ţig á póstlistann okkar.

Fylgdu okkur á Facebook

Það er alltaf eitthvað líf og fjör á facebook síðunni okkar. Skelltu einu LIKE á hana og málið er dautt.