Opna Húsavíkurmótiđ í Boccia
14. febrúar 2015
Hið árlega Húsavíkurmót í Boccia fer fram á morgun, sunnudag. Mótið er fyrir löngu orðið árleg hefð í íþróttalífinu í bænum. Mótið hefst stundvíslega klukkan 13:00 og er stefnt á mótslok í kringum 17:00.
Að loknu móti mun Húsvískt íþróttafólk sem hefur skarað framúr á árinu verða heiðrað. Athöfnin mun enda á vali á íþróttamanni Húsavíkur fyrir árið 2014. Það er Kiwanisklúbburinn skjálfandi sem heldur utan um athöfnina líkt og undanfarin ár.
Húsavíkurmótið í Boccia er haldið af Bocciadeild Völsungs og er um leið helsta fjáröflun deildarinnar.