Skemmtilegur krakkablaksdagur

Skemmtilegur krakkablaksdagur Sunnudaginn 2. nóv sl. héldum viđ skemmtilegan ćfingadag í Krakkablakinu ţegr viđ fengum ţrjú liđ frá KA í heimsókn. Hjá

Fréttir

Skemmtilegur krakkablaksdagur

Sunnudaginn 2. nóv sl. héldum við skemmtilegan æfingadag í Krakkablakinu þegr við fengum þrjú lið frá KA í heimsókn. Hjá Völsungi æfa krakkarnir í tveimur hópum, eldri stelpur sem eru fæddar 2002 og fyrr eru tvisvar í viku en yngri hópurinn æfir einu sinni í viku. 
Krakkarnir spila mismunandi stig og á sunnudaginn voru spiluð 3 stig þar sem í hverju liði eru 4 leikmenn inná vellinum í einu. Við stefndum að því að hvert lið fengi að spila þrjá leiki og ekki er hægt að segja annað en framfarir hafi verið augljósar með hverjum leik.

Þar sem um æfingaleiki var að ræða, með skemmtana- og lærdómsgildið í fyrirrúmi, fengu þau góðan tíma til að læra stöður, hreyfingar og reglur leiksins.
Yngstu krakkarnir hjá okkur hafa sum hver aðeins æft í 2 - 4 vikur og voru að standa sig virkilega vel, eins og allir hinir.
Þjálfari KA krakkana er reyndur þjálfari og leikmaður og hann var duglegur að miðla góðum ráðum til okkar, sem við metum mikils. 
Ekki var að heyra annað en KA hópurinn hafi einnig notið dagsins og eigum við heimboð til þeirra eftir áramót.

Við lukum svo góðum og skemmtilegum degi með sameiginlegri pizzaveislu.
Blakdeild þakkar öllum þeim sem tóku þátt, krökkunum, áhorfendum og starfsmönnum fyrir góðan dag.


Íţróttafélagiđ Völsungur

Vallarhúsi- Stóragarđi 8
640 Húsavík

Kt. 710269-6379
S. 4642052 - F. 4642092 - Gsm. 8953302
volsungur@volsungur.is

Póstlisti

Skráđu ţig á póstlistann okkar.

Fylgdu okkur á Facebook

Það er alltaf eitthvað líf og fjör á facebook síðunni okkar. Skelltu einu LIKE á hana og málið er dautt.