Íslandsmót í blaki

Íslandsmót í blaki Föstudaginn 6. maí lagđi af stađ stór hópur af blakkrökkum frá Húsavík. Stefnan var tekin á Ísafjörđ til ađ taka ţátt í Íslandsmóti.

Fréttir

Íslandsmót í blaki

Föstudaginn 6. maí lagđi af stađ stór hópur af blakkrökkum frá Húsavík. Stefnan var tekin á Ísafjörđ til ađ taka ţátt í Íslandsmóti. Krakkarnir voru á aldrinum 9-15 ára í 4. 5. og 6. flokki. Ferđin gekk í alla stađi ljómandi vel og óhćtt ađ hrósa öllum ţeim er komu ađ henni á einn eđa annan hátt. Krökkunum fylgdu 5 fararstjórar, 4 ţjálfarar og rútubílstjórinn kom einnig úr röđum foreldra.

Lagt var af stađ kl. 11:00 og fyrsta stopp var viđ Tjörn en ţar tókum viđ međ okkur 3 sprćka Völsungsstráka sem búsettir eru í sveitinni. Nćst var stoppađ á Akureyri og ţar komu inn 4 stelpur úr KA og einn fararstjóri (húsvíkingur, viđ eigum allstađar blakara! )

Ferđin vestur gekk lygilega vel, krakkarnir voru til fyrirmyndar og góđa skapiđ greinilega međ í för. Á leiđinni var horft á DVD t.d. Heilsubćliđ í Gervahverfi, fariđ í pubquiz, „hver er mađurinn“ og fleiri leiki og tíminn leiđ hratt.  Viđ komum til Ísafjarđar eftir 9 klukkutíma ferđalag og allir glađir.  Viđ gistum í Menntaskólanum en hann er viđ hliđina á íţróttahöllinni. Fariđ var nokkuđ snemma í háttinn ţar sem fyrstu leikir byrjuđu kl. 8 og vekjarinn stilltur á 6:45.  Viđ vorum ákaflega stolt af okkar krökkum sem lögđu sig öll fram og gerđu sitt besta.  Sérstaklega ţótti gleđilegt ađ viđ skyldum koma međ strákaliđ en ţađ var í fyrsta skipti sem viđ náđum ţví ţar sem heldur fćrri strákar stunda blak en stelpur. Viđ viljum endilega hvetja strákana til ađ koma og prófa. Strákarnir okkar spiluđu í 4. flokki og voru ađ spila í fyrsta skipti saman sem liđ. Ţeim gekk oft og tíđum vel ađ standa upp í hárinu á sér reyndari liđum en töpuđu ţó  sínum leikjum öllum.  4. fl. stúlkna átti nokkuđ erfitt uppdráttar og unnu einungis eina hrinu en áttu nokkrar hrinur ţar sem ţćr voru ekki langt frá sigri. 5. flokkur sendi eitt stúlknaliđ og skemmst er frá ţví ađ segja ađ ţćr unnu alla sína leiki og urđu Íslandsmeistarar í sínum flokki í annađ sinn á ţessum vetri. 6. flokkur vann tvo leiki, gerđi eitt jafntefli og tapađi tveimur leikjum, gott gengi hjá ţeim en ţau voru flest ađ fara á sitt fyrsta blakmót ađ heiman. Um 170 keppendur tóku ţátt í mótinu, 28 liđ frá 9 félögum. Mótiđ gekk í alla stađi mjög vel, var vel skipulagt og blakdeild Ísafjarđar til sóma. Maturinn var góđur og kvöldvaka og diskó á laugardagskvöldiđ til ađ hrista hópinn saman.  Góđur andi, virđing og tillitssemi fannst okkur ríkja á mótinu.

Viđ ţökkum samvinnu og samveru,

Sladjana, Lúlli, Erla og Gúlla. 

 

Hér höfum viđ myndir frá mótinu. Hćgt er ađ smella á myndirnar til ađ sjá ţćr stćrri.


Íţróttafélagiđ Völsungur

Vallarhúsi- Stóragarđi 8
640 Húsavík

Kt. 710269-6379
S. 4642052 - F. 4642092 - Gsm. 8953302
volsungur@volsungur.is

Póstlisti

Skráđu ţig á póstlistann okkar.

Fylgdu okkur á Facebook

Það er alltaf eitthvað líf og fjör á facebook síðunni okkar. Skelltu einu LIKE á hana og málið er dautt.