BLÍ međ verkefni fyrir unglinga

BLÍ međ verkefni fyrir unglinga Blaksamband Íslands (BLÍ) er ađ setja af stađ verkefni fyrir stúlkur fćddar 2000 og 2001. Daniele Capriotti,

Fréttir

BLÍ međ verkefni fyrir unglinga

Mynd af vef KA-sport
Mynd af vef KA-sport

Blaksamband Íslands (BLÍ) er að setja af stað verkefni fyrir stúlkur fæddar 2000 og 2001. Daniele Capriotti, landsliðsþjálfari kvenna í blaki, heimsótti Austur- og Norðurland í vikunni og stýrði æfingum.

Stúlkur af Norðurlandi hittust á Akureyri sl. þriðjudag og voru þær ellefu að þessu sinni, þar af mættu að þessu sinni 7 stúlkur frá Blakdeild Völsungs. Þær eru allar í árgangi 2001 og spila í 4. flokki.
Daniele var með góðar og skemmtilegar tækniæfingar og gáfu okkur þjálfurum margar góðar hugmyndir. Stelpurnar höfðu mikið gagn og gaman af æfingunni og spenntar fyrir verkefninu.
Næsta æfing fyrir hópinn er fyrirhuguð í mars mánuði og í kjölfarið ræðst með framhald verkefnisins.
Blakdeild Völsungs fagnar þessu framtaki hjá BLÍ, sem mun eflaust skila enn virkara starfi til blakfélaganna. Daniele Capriotti hefur mikla reynslu af þjálfun á Ítalíu og hefur starfað þar sem tæknilegur ráðgjafi B-liða þar í landi. Hann hefur einnig mikla reynslu af þjálfun ungmenna

Með kveðju
Erla Bjarna og Jóna Matt, þjálfarar 4. flokks.


Íţróttafélagiđ Völsungur

Vallarhúsi- Stóragarđi 8
640 Húsavík

Kt. 710269-6379
S. 4642052 - F. 4642092 - Gsm. 8953302
volsungur@volsungur.is

Póstlisti

Skráđu ţig á póstlistann okkar.

Fylgdu okkur á Facebook

Það er alltaf eitthvað líf og fjör á facebook síðunni okkar. Skelltu einu LIKE á hana og málið er dautt.