Blakkrakkar í keppnisferð

Blakkrakkar í keppnisferð 4. og 5. flokkur Völsungs í blaki fór í keppnisferð til Seyðisfjarðar helgina 16. -17. apr. sl. Var þetta svokallað

Fréttir

Blakkrakkar í keppnisferð

Krakkablak
Krakkablak

4. og 5. flokkur Völsungs í blaki fór í keppnisferð til Seyðisfjarðar helgina 16. -17. apr. sl. Var þetta svokallað austur/norður mót þar sem lið af austurlandi og norðurlandi leiddu saman hesta sína, sér til skemmtunar.

Mótið tókst vel í alla staði og eiga Hugins menn og konur heiður skilið fyrir gott mót, sem þau þurftu að skella á með stuttum fyrirvara þar sem Þróttur Nes. féll frá keppnishaldi á síðustu stundu.

Alls fórum við með 5 lið til keppni og stóðu krakkarnir sig mjög vel og náðu m.a til verðlauna í 5. flokki á 4. stigi. Nokkur keppnisskrekkur var í liðunum til að byrja með og ljóst er að gera má betur í því að að hitta önnur lið til að spila og fá reynslu inn á blakvelli með dómgæslu og stigagjöf.

Þessi keppnisferð var lokaverkefnið hjá krökkunum í vetur en æfingar halda áfram út apríl mánuð. Það er vonandi að við sjáum alla þessa krakka aftur næsta vetur og að fleiri bætist við í þennan öfluga og skemmtilega hóp, sem okkur blakfólki hefur tekist að byggja upp og framhald verði á til næstu ára.
Það eru spennandi tímar framundan í blakinu hjá Völsungi.
Hér má sjá nokkrar myndir úr ferðinni góðu. 

Kv. Þjálfarar yngriflokka


Íþróttafélagið Völsungur

Vallarhúsi- Stóragarði 8
640 Húsavík

Kt. 710269-6379
S. 4642052 - F. 4642092 - Gsm. 8953302
volsungur@volsungur.is

Póstlisti

Skráðu þig á póstlistann okkar.

Fylgdu okkur á Facebook

Það er alltaf eitthvað líf og fjör á facebook síðunni okkar. Skelltu einu LIKE á hana og málið er dautt.