Hlaupahópurinn Skokki
17. desember 2018
Hlaupahópurinn Skokki var stofnaður í 13. febrúar 2009. Aðalmarkmið hópsins er að auka daglega hreyfingu og lýðheilsu í góðum félagsskap. Á veturna er mest æft innanbæjar en þó er algengt að hlaupið sé út á Tjörnes um helgar. Á sumrin er meira um að hlaupið sé á stígum og slóðum kringum bæinn, við Botnsvatn og nágrenni og suður fyrir Kaldbakstjarnir svo eitthvað sé nefnt.
Fastir æfingatímar eru tvisvar í viku, á þriðjudögum kl. 18:00 við gervigrasvöll (neðri völlur á sumrin) og á laugardögum kl. 10:00 við sundlaug.